Fyrirtækjaþjónusta

Heildræn heilbrigðis- & velferðarþjónusta fyrir fyrirtæki


Hjá Vinnuvernd starfar hópur fagaðila og sérfræðinga sem hafa sérhæft sig í þjónustu og ráðgjöf við atvinnulífið. Við vinnum að fjölbreyttum verkefnum sem öll hafa það sameiginlega markmið að veita faglega þjónustu til viðskiptavina okkar. Við sérhæfum okkur í þjónustu og ráðgjöf fyrir fyrirtæki og stofnanir á sviði öryggis- og heilsuverndarmála. 

Með því að smella á fyrirtækjaþjónustu í aðalvalstiku getur þú skoðað þjónustu okkar á fyrirtækjasviði og hvernig hún skiptist niður eftir fagsviðum. 

Eins getur þú skoðað þjónustuframboð hvers fagsviðs hér að neðan. 

Heilbrigðisþjónusta

Á heilbrigðissviði starfa læknar og hjúkrunarfræðingar sem sinna fjölbreyttri ráðgjöf og þjónustu vegna heilbrigðis- og læknisfræðilegra málefna fyrir vinnustaði og starfsfólk þeirra. 

Með því að smella á "lesa meira" er hægt að skoða þjónustuframboð heilbrigðissviðs í fyrirtækjaþjónustu Vinnuverndar en við höfum skipt því niður í nokkra yfirflokka til að auðvelda yfirsýn yfir þjónustuframboðið:

Vinnuvernd er viðurkenndur þjónustuaðili á sviði heilbrigðismála af Vinnueftirlitinu ásamt því að hafa tilskyld leyfi frá Landlækni um rekstur heilbrigðisþjónustu á Íslandi. 

LESA MEIRA  

Sálfræði- & mannauðsráðgjöf

Sálfræði- og ráðgjafasvið Vinnuverndar býður upp á fjölbreytta þjónustu og ráðgjöf til fyrirtækja, stofnanna og sveitarfélaga um þá þætti í vinnuumhverfi sem snúa að félagslegum og andlegum áhættuþáttum. 

Með því að smella á "lesa meira" er hægt að skoða þjónustuframboð sálfræðisviðs í fyrirtækjaþjónustu Vinnuverndar en þjónustunni er skipt í þrjá flokka: 

Við hvetjum við þig til að senda okkur fyrirspurn ef þú óskar eftir frekari upplýsingum um þjónustuna. 

Sálfræðingar Vinnuverndar hafa hlotið viðurkenningu sem sérfræðingar frá Vinnueftirlitinu til að veita slíka þjónustu og hafa allir starfsleyfi frá Embætti Landlæknis. 

LESA MEIRA

Vinnuumhverfi & líkamsbeiting

Sjúkraþjálfari og iðjuþjálfi starfa á vinnuumhverfissviði og eru viðurkenndir sérfræðingar í vinnuvernd og bjóða upp á fræðslu og fjölbreytta ráðgjöf um vinnuumhverfisþætti. 

Með því að smella á "lesa meira" er hægt að skoða þjónustuframboð sviðsins í fyrirtækjaþjónustu Vinnuverndar, en þjónustunni er skipt í þrjá meginflokka: 

Sérfæðingar á sviðsins hafa hlotið sérfræðiviðurkenningu í vinnuvernd frá Vinnueftirlitinu til að veita slíka þjónustu, auk þess að hafa starfsleyfi frá Embætti Landlæknis.

LESA MEIRA

Einstaklingsþjónusta

Heilbrigðisþjónusta fyrir einstaklinga


Við bjóðum upp á fjölbreytta heilsutengda þjónustu fyrir einstaklinga. Hjá okkur starfa sérfræðingar sem geta aðstoðað þig við að bæta heilsu og öryggi í daglegu lífi og á ferðalögum. Auk þess sem við sinnum heilbrigðisskoðunum fyrir einstaklinga.  

Með því að smella á einstaklingsþjónustu í aðalvalstiku getur þú skoðað þjónustuframboð okkar á einstaklingsviði.