Veikindavottorð
Skoðun veikindavottorða og áætlun á tímalengd veikindafjarvista:
- Orsök og eðli veikinda starfsmanna skoðuð hjá útgefanda veikindavottorðs þyki yfirmanni/vinnuveitanda ástæða til.
- Öflun upplýsinga um veikindi starfsmanns hjá heimilislækni og áætlaða tímalengd veikinda hjá starfsmanni í langtímaveikindum.
- Ráðgjöf til vinnuveitanda varðandi aðkomu trúnaðarlæknis að langtímaveikindum starfsmanns.
Samskipti við meðferðaraðila
- Öflun upplýsinga um ástæður veikinda starfsmanna, meðferðaráætlun og sjúkdómshorfur.
- Ráðgjöf varðandi starfshæfni og endurkomu til starfa.
- Tilvísun til meðferðaraðila í völdum tilvikum þar sem ætla má að biðtími eftir viðeigandi rannsóknum og meðferð styttist í samanburði við sambærilegan feril hjá heilsugæslulækni.
Heilsufarsskoðanir og eftirlit
- Samkvæmt heilsufarskröfum við nýráðningu starfsmanna eða inntöku í starfsnám.
- Reglubundið eftirlit með heilsufari starfsmanna samkvæmt heilsufarskröfum og verkferlum.
Annað
- Tilvísun til sértæks mats á starfshæfni starfsmanns hjá sérfræðingi í þeim tilvikum þar sem liggur fyrir ósamræmi í mati meðferðaraðila á veikindum og horfum þeirra.
- Útgáfa starfshæfnisvottorða og ráðleggingar varðandi endurmat á starfshæfni.