Trúnaðarlæknisþjónusta

Starfstengd læknisþjónusta


Trúnaðarlækningar eru læknisþjónusta sem er tilkomin vegna þarfar á að skapa vettvang fyrir tjáskipti vegna heilsufars og/eða heilsufarsvanda starfsmanna, þar sem gætt er trúnaðar við starfsmann annars vegar og vinnustaðar hins vegar. 


Í því felst að trúnaðarlæknir er tengiliður á milli vinnustaðar og starfsmanns hvað varðar sjúkdóm, áætlaða tímalengd veikindafjarvista, endurheimt á starfshæfni og skipulagningu á endurkomu til starfa. Trúnaðarlæknir gætir fyllsta trúnaðar við starfsmann hvað varðar allar upplýsingar um sjúkdóm og önnur heilsufarstengd vandamál. 


Í starfi trúnaðarlæknis eru hagsmunir starfsmanna hafðir að leiðarljósi í samræmi við Codex Ethicus 2021, II. kafli, gr. 11 og Lög um heilbrigðisstarfsmenn 2012 nr. 34, III. Kafli gr. 17.

Athugið þessi þjónusta er aðeins í boði fyrir starfsfólk fyrirtækja sem eru í fyrirtækjaþjónustu hjá Vinnuvernd.


Hlutverk trúnaðarlæknis

  • Veita framkvæmdastjóra / mannauðsstjóra ráðgjöf og stuðning. 
  • Veita stjórnendum ráðgjöf varðandi læknisfræðileg málefni. 
  • Veita ráðgjöf vegna fjarvista starfsmanna í veikinda- og slysaforföllum. Meta starfshæfni starfsmanna þegar við á, í samræmi við þær reglur sem settar eru í samvinnu við trúnaðarlækni. 
  • Veita starfsmönnum, sé þess óskað af stjórnendum, ráðgjöf varðandi eigin heilsufarsvandamál s.s. atvinnutengd vandamál, andleg vandamál og áfengis- og vímuefnavandamál.


Fjölbreytt ráðgjöf

Í formi aðstoðar með til að mynda:

  • Farsæla endurkomu starfsmanns til vinnu eftir lengri veikindi (>28 - 30 daga).
  • Starfsumhverfi og starfsaðstæður með tilliti til að fyrirbyggja á starfstengda kvilla og veikindi.
  • Eineltismál og afleiðingar þeirra.
  • Ráðleggingar varðandi heilsufars- og lífsstílsvanda einstaka starfsmanna.
  • Tíð skammtímaveikindi starfsmanna yfir lengri tímabil.
  • Veita starfsmönnum, sé þess óskað af stjórnendum, ráðgjöf varðandi eigin heilsufarsvandamál, s.s. atvinnutengd vandamál, andleg vandamál og áfengis- og vímuefnavandamál.


Veikindavottorð

 Skoðun veikindavottorða og áætlun á tímalengd veikindafjarvista: 

  • Orsök og eðli veikinda starfsmanna skoðuð hjá útgefanda veikindavottorðs þyki yfirmanni/vinnuveitanda ástæða til.
  • Öflun upplýsinga um veikindi starfsmanns hjá heimilislækni og áætlaða tímalengd veikinda hjá starfsmanni í langtímaveikindum.
  • Ráðgjöf til vinnuveitanda varðandi aðkomu trúnaðarlæknis að langtímaveikindum starfsmanns.



 

Samskipti við meðferðaraðila

  • Öflun upplýsinga um ástæður veikinda starfsmanna, meðferðaráætlun og sjúkdómshorfur.
  • Ráðgjöf varðandi starfshæfni og endurkomu til starfa.
  • Tilvísun til meðferðaraðila í völdum tilvikum þar sem ætla má að biðtími eftir viðeigandi rannsóknum og meðferð styttist í samanburði við sambærilegan feril hjá heilsugæslulækni.

 


Heilsufarsskoðanir og eftirlit

  • Samkvæmt heilsufarskröfum við nýráðningu starfsmanna eða inntöku í starfsnám.
  • Reglubundið eftirlit með heilsufari starfsmanna samkvæmt heilsufarskröfum og verkferlum.

Annað

  • Tilvísun til sértæks mats á starfshæfni starfsmanns hjá sérfræðingi í þeim tilvikum þar sem liggur fyrir ósamræmi í mati meðferðaraðila á veikindum og horfum þeirra.
  • Útgáfa starfshæfnisvottorða og ráðleggingar varðandi endurmat á starfshæfni.