Heildræn heilbrigðis- & velferðarþjónusta

Fyrirtækjaþjónusta


Hjá Vinnuvernd starfar hópur fagaðila og sérfræðinga sem hafa sérhæft sig í þjónustu við atvinnulífið. Við vinnum að fjölbreyttum verkefnum sem öll hafa það sameiginlega markmið að veita faglega þjónustu til viðskiptavina okkar. Við sérhæfum okkur í þjónustu fyrir fyrirtæki og stofnanir á sviði öryggis og heilsuverndarmála. 

Við bjóðum upp á fimm þjónustuleiðir í samningsþjónustu okkar. Hvert fyrirtæki sem hefur áhuga á að koma í samningsþjónustu velur þær þjónustuleiðir sem henta þeirra starfsemi sem best, en þær geta verið: 

  • Trúnaðarlæknisþjónusta
  • Almenn læknisþjónusta (læknavakt fyrir starfsfólk) 
  • Sálfræðiþjónusta (viðtöl, stjórnenda handleiðsla & fjölbreytt ráðgjöf)
  • EKKO vöktun
  • Fjarvistarskráning & samtöl
  • Aðgengi að annarri þjónustu Vinnuverndar (að bólusetningum undanskyldum) á afsláttarkjörum.
    • Heilsufarsmælingar & ítarlegar heilbrigðisskoðanir
    • Vinnustaðaúttekir & áhættumat
    • Fræðsla & námskeið

Með því að vera í samningsþjónustu hjá Vinnuvernd tryggjum við skjótt aðgengi að áðurnefndri þjónustu. 

Ef þú hefur áhuga á að fá frekari upplýsingar um samningsþjónustu okkar eða aðra þjónustu okkar sem heyrir undir fyrirtækjaþjónustu okkar hvetjum við þig til að senda okkur fyrirspurn um ráðgjafaviðtal.    


SENDA FYRIRSPURN