Bólusetningar & vímuefnapróf 


Bólusetningar geta verið mikilvægur þáttur fyrir velferð og öryggi einstaklinga. Við bjóðum fyrirtækjum og einstaklingum upp á fjölbreytta þjónustu á sviði bólusetninga, allt frá inflúensubólusetningum, til sérhæfðrar þjónustu vegna áhættustarfa eða ferðalaga. 

Eins bjóðum við fyrirtækjum og einstaklingum upp á ávana- og fíkniefnaprófanir. Þessi þjónusta felur í sér prófanir á áfengisnotkun, fíkniefnanotkun og notkun annarra ávanabindandi efna í samráði við vinnustaði.

Hér fyrir neðan er að finna stuttar lýsingar á þeim þjónustuleiðum sem eru í boði er varða bólusetningar og fíkniefnaprófanir.

SENDA FYRIRSPURN   

Bólusetning v/ atvinnutengdra áhættuþátta

Mörgum störfum fylgir áhætta sem krefst þess að starfsmenn séu bólusettir til að fyrirbyggja sjúkdóma. Við sinnum bólusetningum og ráðgjöf vegna atvinnutengdra áhættuþátta starfsmanna. Hjá okkur starfar sérfræðingur í atvinnutengdum sjúkdómum.


SENDA FYRIRSPURN



Bólusetning v/ ferðalaga

 

Við bjóðum upp heildræna þjónustu í tengslum við ferðamannabólusetningar. Sérfræðingar okkar sinna bólusetningum og veita ráðgjöf vegna ferðalaga eða dvalar erlendis. Mikilvægt er að meta þarfir hvers og eins m.t.t. aldurs, heilsufars, landsvæðis, erinda og dvalartíma. Við sinnum einstaklingum, fjölskyldum, íþrótta- og skólahópum ásamt fjölda starfsmanna fyrirtækja og stofnana sem þurfa að ferðast í tengslum við vinnu. Hjá okkur færðu alla þjónustuna á einum stað.


LESA MEIRA



Inflúensubólusetning 

 

Á hverju haustið bjóðum við upp á inflúensubóluetningar á þínum vinnustað. Hjúkrunarfræðingar koma til ykkar og tryggja með því lágmarksröskun á þinni starfsemi. Árlegar bólusetningar vernda bæði starfsmanninn og hag þíns fyrirtækis.


Forskráning fyrirtækja fyrir haustið 2024




Vímuefnapróf


Þessi þjónusta felur í sér prófanir á áfengisnotkun, fíkniefnanotkun og notkun annarra ávanabindandi efna í samráði við vinnustaði.

Fíkniefni og önnur ávanabindandi efni geta haft veruleg áhrif á frammistöðu í vinnu, auk  þess að hafa áhrif á öryggi og heilsu allra starfsmanna þíns fyrirtækis. Það getur leitt til þess að framleiðni minnkar, á sama tíma og fjarvistir, áhættuhegðun og slysatíðni eykst.Starfsfólk sem er undir áhrifum getur óafvitandi ógnað öryggi og heilsu samstarfsfélaga og viðskiptavina.