Vinnuumhverfi & líkamsbeiting

Fræðsluerindi & námskeið


Sérfræðingar á vinnuumhverfissviði sinna fjölbreyttri fræðslu er snýr að líkamsbeitingu starfsfólks og aðlögun vinnuumhverfis. Við bjóðum bæði upp á staðlaða fræðslu og fræðslu sem unnin er sérstaklega fyrir vinnustaði með þeirra þarfir í huga.

Vinnuumhverfissvið býður fræðslu um líkamsbeitingu við skrifstofustörf, líkamleg störf, raddbeitingu o.fl.

Helstu markmið fræðslunnar eru að:

​•  Auka þekkingu og meðvitund á æskilegri líkamsbeitingu.

​•  Koma í veg fyrir/draga úr hættu á stoðkerfisvanda.

​•  Kenna starfsfólki að vinna með og stilla búnað að sínum þörfum. 

​•  Skapa umræður innan fyrirtækis um vinnulag og vinnuumhverfi til þess að efla heilbrigðismenningu.


Hér fyrir neðan er að finna stuttar lýsingar á þeim erindunum sem í boði eru. 

SENDA BEIÐNI UM FRÆÐSLU   

Helstu fræðsluform í boði


Fræðsluerindi

Við bjóðum upp á fræðsluerindi sem oftast eru 30 eða 60 mín. Algengt er að fræðslan fari fram á viðkomandi vinnustað en við höfum einnig boðið upp á fræðslu í fjarfundi.


Kennslumyndbönd

Upptaka sérsniðin að fyrirtæki. Hentugt fyrir fyrirtæki þar sem um vaktavinnu er að ræða, erfitt er að taka vinnuhlé og/eða þörf er á þýðingum (subtitles). Upptaka fer venjulega fram í því vinnuumhverfi sem tekið er fyrir.


Fræðsluefni

​a. Einblöðungur/glærusamantekt sem starfsmenn hafa aðgengi að inn á innri svæðum.

​b. Samantekt sem stuðningur við fyrirlestra.




Líkamsbeiting - Skrifstofur

Kyrrsetustörf auka hættuna á ýmsum stoðkerfiskvillum sem hafa áhrif á líðan okkar og framleiðni í starfi. Fjallað er um helstu orsakir stoðkerfisvanda vegna kyrrsetuvinnu, æskilega líkamsbeitingu, mögulegar úrbætur sem og nýtingu þess búnaðar sem til staðar er.


Í þessu felst m.a. að kenna starfsfólki að stilla skrifstofustól, skrifborð, tölvuskjái og annan búnað að sínum þörfum.






Fyrirlesarar: 

Thelma Hafþórsdóttir, iðjuþjálfi

Thelma er sérfræðingur í vinnuvernd með áherslu á hreyfi- og stoðkerfi. Hún er menntaður einkaþjálfari og útskrifaðist með B.Sc. gráðu í iðjuþjálfun frá Háskólanum á Akureyri árið 2012. Þá hefur hún einnig lokið grunnstigi í tónlist með áherslu á söng við Tónlistarskóla F.Í.H. Thelma sinnir fræðslu sem snýr að vinnuvistfræði, t.d. með fyrirlestrum, upplýsingaritum og kennslumyndböndum. Hún sinnir einnig vinnustaðarúttektum og áætlunum um öryggi og heilbrigði á vinnustað sem felur m.a. í sér áhættumat. Thelma er annar tveggja leiðbeinanda á starfslokanámskeiðinu okkar.

Valgeir Sigurðsson, sjúkraþjálfari

Valgeir er sjúkraþjálfari að mennt og hefur verið framkvæmdastjóri Vinnuverndar frá upphafi.  Óhætt er að segja að Valgeir sé einn reynslumesti sérfræðingur landsins á sviði vinnuverndar en hann hefur sinnt fjölbreyttir ráðgjöf í tengslum við öryggi og heilbrigði við fjölmarga vinnustaði í yfir 20 ár. 
Í dag er rekstur og þróun Vinnuverndar ehf. megin viðfangsefnið en Valgeir kemur að einstökum ráðgjafaverkefnum með samstarfsfólki sínu. 

Líkamsbeiting - Annars konar vinnuumhverfi

Líkamlega erfið verkefni geta haft mikil áhrif á líðan okkar til lengri og skemmri tíma. Því er mikilvægt að huga að góðri líkamsbeitingu, æskilegum verkferlum og skapa menningu fyrir notkun léttibúnaðar þar sem við á. Slíkar ráðstafanir eru bæði starfsmanni og fyrirtæki í hag.


Við fræðum um helstu orsakir stoðkerfisvanda fólks sem vinnur störf sem valda líkamlegu álagi, æskilega líkamsbeitingu í þeim störfum, aðlögun vinnuumhverfis sem og nýtingu þess búnaðar sem til staðar er.


Við höfum þjónustað starfsfólk í ýmis konar vinnuumhverfi, t.d. í iðnaði, framleiðslu, skólum (þ.m.t. vinnuskólum), hótelum, eldhúsum, ræstingu, vöruhúsum og byggingarstarfsemi.





Fyrirlesarar: 

Thelma Hafþórsdóttir, iðjuþjálfi

Thelma er sérfræðingur í vinnuvernd með áherslu á hreyfi- og stoðkerfi. Hún er menntaður einkaþjálfari og útskrifaðist með B.Sc. gráðu í iðjuþjálfun frá Háskólanum á Akureyri árið 2012. Þá hefur hún einnig lokið grunnstigi í tónlist með áherslu á söng við Tónlistarskóla F.Í.H. Thelma sinnir fræðslu sem snýr að vinnuvistfræði, t.d. með fyrirlestrum, upplýsingaritum og kennslumyndböndum. Hún sinnir einnig vinnustaðarúttektum og áætlunum um öryggi og heilbrigði á vinnustað sem felur m.a. í sér áhættumat. Thelma er annar tveggja leiðbeinanda á starfslokanámskeiðinu okkar.

Valgeir Sigurðsson, sjúkraþjálfari

Valgeir er sjúkraþjálfari að mennt og hefur verið framkvæmdastjóri Vinnuverndar frá upphafi.  Óhætt er að segja að Valgeir sé einn reynslumesti sérfræðingur landsins á sviði vinnuverndar en hann hefur sinnt fjölbreyttir ráðgjöf í tengslum við öryggi og heilbrigði við fjölmarga vinnustaði í yfir 20 ár. 
Í dag er rekstur og þróun Vinnuverndar ehf. megin viðfangsefnið en Valgeir kemur að einstökum ráðgjafaverkefnum með samstarfsfólki sínu. 

Hjálmurinn dugar ekki til

Öryggi og vinnuverndarstarf

Fjallað er um þróun vinnuverndarstarfs og þá þætti sem hafa skilað okkur mestum árangri í tengslum við örugga vinnustaði.

Farið er yfir lykilþætti í vinnuumhverfi sem hafa með öryggi og vinnuverndarstarf að gera. Með framförum sem orðið hafa í tengslum við tæknilegt öryggi og bættan aðbúnað er enn miklvægara að huga að skipulagi, þjálfun og sálfélagslegum þáttum.

Allur vinnustaðurinn og allt starfsfólk er þátttakandi í að byggja upp, efla og viðhalda góðu vinnuverndarstarfi og öryggismenningu.







Fyrirlesarar: 

Thelma Hafþórsdóttir, iðjuþjálfi

Thelma er sérfræðingur í vinnuvernd með áherslu á hreyfi- og stoðkerfi. Hún er menntaður einkaþjálfari og útskrifaðist með B.Sc. gráðu í iðjuþjálfun frá Háskólanum á Akureyri árið 2012. Þá hefur hún einnig lokið grunnstigi í tónlist með áherslu á söng við Tónlistarskóla F.Í.H. Thelma sinnir fræðslu sem snýr að vinnuvistfræði, t.d. með fyrirlestrum, upplýsingaritum og kennslumyndböndum. Hún sinnir einnig vinnustaðarúttektum og áætlunum um öryggi og heilbrigði á vinnustað sem felur m.a. í sér áhættumat. Thelma er annar tveggja leiðbeinanda á starfslokanámskeiðinu okkar.

Valgeir Sigurðsson, sjúkraþjálfari

Valgeir er sjúkraþjálfari að mennt og hefur verið framkvæmdastjóri Vinnuverndar frá upphafi.  Óhætt er að segja að Valgeir sé einn reynslumesti sérfræðingur landsins á sviði vinnuverndar en hann hefur sinnt fjölbreyttir ráðgjöf í tengslum við öryggi og heilbrigði við fjölmarga vinnustaði í yfir 20 ár. 
Í dag er rekstur og þróun Vinnuverndar ehf. megin viðfangsefnið en Valgeir kemur að einstökum ráðgjafaverkefnum með samstarfsfólki sínu. 

Láttu í þér heyra

Raddheilsa & raddbeiting


Mikil eða röng raddbeiting getur aukið líkur á álagseinkennum eins og hæsi og raddleysi. Í þessu erindi förum við yfir þau atriði sem við getum sjálf gert til þess að viðhalda góðri raddheilsu en einnig er farið yfir mismunandi þarfir hlustenda og hvernig best sé að ná til mismunandi hópa.


Námskeiðið er hugsað fyrir starfsfólk sem notar röddina mikið í daglegu starfi, t.d. kennara, starfsfólk frístundaheimila, leiðsögufólk, presta og stjórnendur.


Fyrirlesari:

Thelma Hafþórsdóttir, iðjuþjálfi

Thelma er sérfræðingur í vinnuvernd með áherslu á hreyfi- og stoðkerfi. Hún er menntaður einkaþjálfari og útskrifaðist með B.Sc. gráðu í iðjuþjálfun frá Háskólanum á Akureyri árið 2012. Þá hefur hún einnig lokið grunnstigi í tónlist með áherslu á söng við Tónlistarskóla F.Í.H. Thelma sinnir fræðslu sem snýr að vinnuvistfræði, t.d. með fyrirlestrum, upplýsingaritum og kennslumyndböndum. Hún sinnir einnig vinnustaðarúttektum og áætlunum um öryggi og heilbrigði á vinnustað sem felur m.a. í sér áhættumat. Thelma er annar tveggja leiðbeinanda á starfslokanámskeiðinu okkar

Námskeið


Þegar fræðsluefni er komið yfir 75 mín bjóðum við vanalega upp á námskeið. Algengt er að námskeið fari fram á viðkomandi vinnustað en við höfum einnig boðið upp á námskeið í fjarfundi.


Vinnuumhverfissvið býður m.a. upp á öryggisnámskeið, námskeið um áætlun um öryggi og heilbrigði og starfslokanámskeið.


NÁNAR  

Umsagnir

Sandra Hauksdóttir

Landsbankinn

„Það hefur verið mjög gott að geta leitað til sjúkraþjálfara og iðjuþjálfa Vinnuverndar. Við flutning í nýtt húsnæði þar sem mörg okkar fengu nýja stóla og borð var mikilvægt að vel færi um allt starfsfólk. Bæði fengum við aðstoð við að útbúa leiðbeiningar og kennsluefni auk þess sem þau komu til okkar með fræðandi erindi og hagnýta leiðsögn í nýju vinnuumhverfi fyrir þau sem á þurftu að halda.“

ÚTTEKT Á VINNUUMHVERFI
ÁÆTLUN UM ÖRYGGI & HEILBRIGÐI
FRÆÐSLA & NÁMSKEIÐ