Viðtöl og stjórnendahandleiðsla 

Vinnustaðir eru nú í auknum mæli að bjóða starfsfólki upp á stuðning og ráðgjöf hjá sálfræðingi til að bæta líðan sína. Vinnuvernd býður upp á einstaklingsviðtöl fyrir starfsfólk fyrirtækja sem eru í samningsþjónustu. 

Vinnuvernd býður einnig upp á handleiðslu sálfræðings fyrir stjórnendur eða stjórnendahópa. Handleiðslan hefur þann tilgang að styrkja stjórnendur og/eða hópinn í að takast á við ýmsar áskoranir og erfiðleika í starfi.  

Sérstök áhersla er á að biðtími sé í algjöru lágmarki. 


SENDA FYRIRSPURN   

Einstaklingsviðtöl / handleiðsla 

Vinnustaðir eru nú í auknum mæli að bjóða starfsfólki upp á stuðning og ráðgjöf hjá sálfræðingi til að bæta líðan sína. Vinnuvernd býður upp á einstaklingsviðtöl fyrir starfsfólk fyrirtækja sem eru í samningsþjónustu. 

Sérstök áhersla er á að biðtími sé í algjöru lágmarki. 








Hóphandleiðsla

Vinnuvernd býður upp á handleiðslu sálfræðings fyrir stjórnendur eða stjórnendahópa. Handleiðslan hefur þann tilgang að styrkja stjórnendur og/eða hópinn í að takast á við ýmsar áskoranir og erfiðleika í starfi. Handleiðslan getur verið tímabundin vegna sérstakra aðstæðna eða til lengri tíma til efla stjórnendur í krefjandi hlutverki.

 

Ávinningur af einstaklingshandleiðslu og hóphandleiðslu getur verið betri líðan, meira öryggi í starfi, meiri starfsánægja og betri samskipti og liðsheild.  Áhersla er lögð á að stjórnandi þekki styrkleika sína og nýti þá sem best í þágu starfsins.  Í handleiðslu geta stjórnendur öðlast nýja sýn á málefni og aukinn styrk til að takast á við verkefni sem koma upp í vinnuumhverfinu. 

Stjórnendum gefst kostur á að ræða þau viðfangsefni sem þeir eru að takast á við hverju sinni undir handleiðslu sálfræðings. Viðfangsefni geta verið ýmist verið óundirbúin, þ.e ákveðið  er í hverjum tíma hvað skal rætt, eða undirbúin, þar sem stjórnendur og sálfræðingur sammælast um viðfangsefni fyrirfram. 

Í hóphandleiðslu er ákjósanlegast er að fjöldi sé á bilinu 2-7 manns  og er fyrirkomulag handleiðslu sniðin að þörfum hvers hóps hverju sinni.  









Sálfræðingar

Eftirfarandi sálfræðingar okkar sinna sálfræðiviðtölum og handleiðslu, hér gefst þér tækifæri að að kynnast þeim örlítið betur. 


Áslaug Kristinsdóttir,

Sálfræðingur og mannauðsráðgjafi

Áslaug utskrifaðist úr Háskóla Íslands með cand.psych gráðu árið 2007 og hefur síðan þá veitt einstaklingum klíníska meðferð og stjórnendum fyrirtækja ráðgjöf og handleiðslu varðandi félagslega og andlega áhættuþætti á vinnustað. Helstu viðfangsefni eru greiningar á starfsumhverfi, sáttamiðlun, ráðgjöf vegna samskiptavanda, stjórnendahandleiðsla, fyrirlestrar/námskeið og einstaklingsstuðningur. Áslaug hóf störf hjá Vinnuvernd árið 2021.

Inga Valdís Tómasdóttir, 

Sálfræðingur

Inga Valdís útskrifaðist sem sálfræðingur frá Kaupmannahafnarháskóla árið 2022 með áherslu á klíníska- og félagssálfræði. Hún hefur einnig setið námskeið um sálrænan stuðning í kjölfar áfalla. Hún sinnir sálfræðiráðgjöf til einstaklinga, ásamt því að fara með fyrirlestra og fræðsluerindi til fyrirtækja um hin ýmsu málefni sem tengjast andlegri líðan. Inga hóf störf hjá Vinnuvernd árið 2022.

Jakob Gunnlaugsson, 

Sálfræðingur og mannauðsráðgjafi

Jakob útskrifaðist sem sálfræðingur frá Kaupmannahafnarháskóla árið 2010 með áherslu á vinnu- og klíníska sálfræði. Jakob hóf hjá Vinnuvernd 2016 og hefur í síðan veitt stjórnendum ráðgjöf og handleiðlsu varðandi sálfélagslegt vinnuumhverfi á vinnustöðum auk þess að sinna klínískri meðferð einstaklinga. Helstu viðfangsefni í dag eru ráðgjöf til stjórnenda og fyrirtækja, stjórnendahandleiðsla, vinnustaðatgreiningar og einstaklingsviðtöl.  


Fjóla Dís Markúsdóttir, 

Sálfræðingur

Fjóla Dís útskrifaðist með cand. psych. gráðu frá Háskóla Íslands árið 2017. Hún hefur komið víða við en hefur sinnt starfi sálfræðings á heilsugæslu síðan 2019. Þar hefur hún boðið upp á einstaklingsmeðferð og ráðgjöf fyrir börn, unglinga, foreldra ungra barna og konur á meðgöngu og eftir fæðingu, sem og hópmeðferð fyrir ýmsa hópa. 

Fjóla Dís hóf störf hjá Vinnuvernd samhliða starfi sínu á heilsugæslu árið 2024. Hjá Vinnuvernd sinnir hún einstaklingsráðgjöf ásamt fyrirlestrum og fræðslu til fyrirtækja og stofnana. Fjóla Dís hefur mikinn áhuga á forvarnarstarfi og því að auka vellíðan á vinnustað.

Utan vinnu nýtur hún þess að drekka gott kaffi, sérstaklega þegar hún nær að drekka það heitt, prjóna, ferðast og verja tíma með fjölskyldu og vinum.

Sigrún E. Arnardóttir, 

Sálfræðingur

Sigrún er klínískur sálfræðingur en hún lauk meistaranámi frá Háskóla Íslands árið 2019. Hún sinnir einstaklingsráðgjöf og stuðningsviðtölum hjá Vinnuvernd ásamt sáttarmiðlun. Hún hóf störf hjá Vinnuvernd árið 2020. 


Fræðsla & námskeið
Fjölbreytt ráðgjöf fyrir vinnustaði
Stjórnendahandleiðsla & viðtöl