Áætlun um öryggi og heilbrigði

Áhættumat

Samkvæmt reglugerð nr. 920/2006 á skrifleg áætlun um öryggi og heilbrigði að tryggja að vinnuverndarstarf fyrirtækisins í heild verði sem markvissast.  Áætlunin á að marka stefnu fyrirtækisins varðandi aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustaðnum. Hún skal gefa gott yfirlit yfir áhættuþætti, sk. áhættumat, og forvarnir til að stuðla að öryggi, heilbrigði og vellíðan starfsmanna. Henni er ætlað að koma í veg fyrir og draga úr hættu á vinnutengdu heilsutjóni og slysum. Áætlun skal einnig fela í sér aðgerðir sem draga úr afleiðingum ef til tjóns kemur.


Afurð vinnunnar er fullbúin áætlun um öryggi og heilbrigði. Við hjá Vinnuvernd erum viðurkenndur þjónustuaðili af Vinnueftirliti ríkisins.


Aðkoma Vinnuverndar að gerð áætlunar um öryggi og heilbrigði:

Áætlun um öryggi og heilbrigði felur að lágmarki í sér áhættumat, áætlun um heilsuvernd og forvarnir og eftirfylgni með úrbótum.


Sérfræðingar á vinnuumhverfissviði aðstoða fyrirtæki við gerð áætlunar um öryggi og heilbrigði. Aðkoman okkar getur verið allt frá minniháttar ráðgjöf við staka þætti upp í að leiða verkefnið í heild sinni. Við höfum þjónustað fyrirtæki í flestum starfsgreinum við slíka framkvæmd.



SENDA BEIÐNI UM ÁHÆTTUMAT   

Áhættumat

Áhættumeta þarf vinnustaðinn í heild sinni. Greining og mat á vinnuaðstæðum er framkvæmt með tilliti til öryggis og heilsu starfsfólks ásamt samantekt á niðurstöðum:


• Með viðtölum og/eða spurningum til stjórnenda og öryggisnefndar.

• Með skoðun og/eða mælingum á vinnuumhverfi og aðstöðu. Unnið er eftir gátlistum sem Vinnuvernd aðlagar að ólíkum vinnustöðum.

• Með rafrænni könnun fyrir allt starfsfólk um sálfélagslega þætti og vinnuumhverfi.


Matið nær yfir eftirtalda flokka: Vinnuverndarstarf, hollustuhættir, öryggi og aðbúnað.




Áætlun um heilsuvernd og forvarnir

Áætlun um heilsuvernd og forvarnir er aðgerðaráætlun byggð á fyrrnefndu áhættumati og tiltekur með hvaða hætti bregðast á við þeirri áhættu sem fram kom í áhættumatinu.


Áætlunin felur í sér:


• Skráningar- og aðgerðaráætlun

Tímasett áætlun um forvarnir (úrbætur) sem byggir á áhættumati þar sem m.a. eru skilgreindir ábyrgðaraðilar úrbóta.


Áætlun nær yfir sömu flokka og áhættumatið: Vinnuverndarstarf, hollustuhættir, öryggi og aðbúnaður.


• Stefna og viðbragðsáætlun

Stefna og viðbragðsáætlun vegna eineltis, kynferðislegrar áreitni, kynbundinnar áreitni og ofbeldis á vinnustöðum (ekko-stefna).


• Neyðaráætlun

Neyðaráætlun sem lýsir ráðstöfunum á:  Skyndihjálp, rýmingaráætlun, eldi, náttúruhamförum.





Eftirfylgni með úrbótum

 Þegar að áhættumati er lokið og skráningar- og aðgerðaráætlun er tilbúin er mikilvægt að hafa eftirfylgni með þeim úrbótum sem ráðast þarf í. Það er á ábyrgð stjórnenda og vinnuverndarfulltrúa að annast eftirfylgnina.






ÚTTEKT Á VINNUUMHVERFI
ÁÆTLUN UM ÖRYGGI & HEILBRIGÐI
FRÆÐSLA & NÁMSKEIÐ