Áhættumat
Áhættumeta þarf vinnustaðinn í heild sinni. Greining og mat á vinnuaðstæðum er framkvæmt með tilliti til öryggis og heilsu starfsfólks ásamt samantekt á niðurstöðum:
• Með viðtölum og/eða spurningum til stjórnenda og öryggisnefndar.
• Með skoðun og/eða mælingum á vinnuumhverfi og aðstöðu. Unnið er eftir gátlistum sem Vinnuvernd aðlagar að ólíkum vinnustöðum.
• Með rafrænni könnun fyrir allt starfsfólk um sálfélagslega þætti og vinnuumhverfi.
Matið nær yfir eftirtalda flokka: Vinnuverndarstarf, hollustuhættir, öryggi og aðbúnað.
Áætlun um heilsuvernd og forvarnir
Áætlun um heilsuvernd og forvarnir er aðgerðaráætlun byggð á fyrrnefndu áhættumati og tiltekur með hvaða hætti bregðast á við þeirri áhættu sem fram kom í áhættumatinu.
Áætlunin felur í sér:
• Skráningar- og aðgerðaráætlun
Tímasett áætlun um forvarnir (úrbætur) sem byggir á áhættumati þar sem m.a. eru skilgreindir ábyrgðaraðilar úrbóta.
Áætlun nær yfir sömu flokka og áhættumatið: Vinnuverndarstarf, hollustuhættir, öryggi og aðbúnaður.
• Stefna og viðbragðsáætlun
Stefna og viðbragðsáætlun vegna eineltis, kynferðislegrar áreitni, kynbundinnar áreitni og ofbeldis á vinnustöðum (ekko-stefna).
• Neyðaráætlun
Neyðaráætlun sem lýsir ráðstöfunum á: Skyndihjálp, rýmingaráætlun, eldi, náttúruhamförum.
Eftirfylgni með úrbótum
Þegar að áhættumati er lokið og skráningar- og aðgerðaráætlun er tilbúin er mikilvægt að hafa eftirfylgni með þeim úrbótum sem ráðast þarf í. Það er á ábyrgð stjórnenda og vinnuverndarfulltrúa að annast eftirfylgnina.