Láttu þér líða vel
Áhrif hugsana og hegðunar á líðan
Sálfræðingar Vinnuverndar bjóða upp á fræðslunámskeið fyrir starfsfólk vinnustaða þar sem áhersla er lögð á andlega heilsu, fræðslu um hugræna atferlismeðferð og verkefnavinnu til að auka skilning á eigin hugsunum, líðan og hegðun.
- Námskeiðið samanstendur af 3 kennsludögum, sem eru 2 klst. í senn með stuttu kaffihléi.
Á þessu námskeiði er farið yfir tengsl hugsana, tilfinninga og hegðunar. Við kynnum hugmyndina á bak við HAM og hvernig hægt er að nýta þekkingu á eigin hugsunum, líðan og hegðun til að hafa áhrif fyrrnefnda þætti. Fjallað er stuttlega um algengustu tegundir sálræns vanda ásamt því sem frætt er um streitu, áhyggjur og farið er yfir gagnlegar aðferðir til að takast á við krefjandi hugsanir og/eða hegðun. Einnig er fræðsla um markmiðasetningu, sjálfsmildi og núvitund.
Athugið að þetta námskeið er í formi fræðslu og verkefnavinnu en ekki hópmeðferðar.
Stjórnendur námskeiðsins eru:
Fjóla Dís Markúsdóttir, sálfræðingur
Fjóla Dís útskrifaðist með cand. psych. gráðu frá Háskóla Íslands árið 2017. Hún hefur komið víða við en hefur sinnt starfi sálfræðings á heilsugæslu síðan 2019. Þar hefur hún boðið upp á einstaklingsmeðferð og ráðgjöf fyrir börn, unglinga, foreldra ungra barna og konur á meðgöngu og eftir fæðingu, sem og hópmeðferð fyrir ýmsa hópa.
Fjóla Dís hóf störf hjá Vinnuvernd samhliða starfi sínu á heilsugæslu árið 2024. Hjá Vinnuvernd sinnir hún einstaklingsráðgjöf ásamt fyrirlestrum og fræðslu til fyrirtækja og stofnana. Fjóla Dís hefur mikinn áhuga á forvarnarstarfi og því að auka vellíðan á vinnustað.
Inga Valdís Tómasdóttir, sálfræðingur
Inga Valdís útskrifaðist sem sálfræðingur frá Kaupmannahafnarháskóla árið 2022 með áherslu á klíníska- og félagssálfræði. Hún hefur einnig setið námskeið um sálrænan stuðning í kjölfar áfalla. Hún sinnir sálfræðiráðgjöf til einstaklinga, ásamt því að fara með fyrirlestra og fræðsluerindi til fyrirtækja um hin ýmsu málefni sem tengjast andlegri líðan. Inga hóf störf hjá Vinnuvernd árið 2022.
Núvitund á gervihnattaöld
Verum viðstödd í eigin lífi
Hraði í samfélaginu er mikill, kröfur nútímans eru miklar og við erum að hugsa um og gera fjölmarga hluti í einu. Við fljótum stundum í gegnum daginn ómeðvituð um okkur sjálf og umhverfi okkar því við erum með hugann við verkefnalistann og allt sem þarf að muna, skipuleggja, gera og græja og allt það sem áður hefur gerst sem hefði mátt betur fara. Hve mikinn þátt erum við að taka í eigin lífi?
Rannsóknir sýna að það að vera meðvituð um hvað við erum að gera er það sem eykur hamingju hjá okkur, ekki hve skemmtilegt verkefnið er. Getum við prófað að sinna bara einu í einu – meðvitað – og þar með aukið vellíðan okkar?
Verum viðstödd í eigin lífi. Förum saman yfir leiðir til að auka meðvitund í hversdagsleikanum, sama hve upptekin við erum.
Fyrirlesari;
Fjóla Dís Markúsdóttir, sálfræðingur
Fjóla Dís útskrifaðist með cand. psych. gráðu frá Háskóla Íslands árið 2017. Hún hefur komið víða við en hefur sinnt starfi sálfræðings á heilsugæslu síðan 2019. Þar hefur hún boðið upp á einstaklingsmeðferð og ráðgjöf fyrir börn, unglinga, foreldra ungra barna og konur á meðgöngu og eftir fæðingu, sem og hópmeðferð fyrir ýmsa hópa.
Fjóla Dís hóf störf hjá Vinnuvernd samhliða starfi sínu á heilsugæslu árið 2024. Hjá Vinnuvernd sinnir hún einstaklingsráðgjöf ásamt fyrirlestrum og fræðslu til fyrirtækja og stofnana. Fjóla Dís hefur mikinn áhuga á forvarnarstarfi og því að auka vellíðan á vinnustað.
Vinnugleði - námskeið
"Hvernig á að elska mánudaga"
Sálfræðingar Vinnuverndar kynna þriggja vikna námskeið sem ætlað er starfsmönnum vinnustaða. Námskeiðið miðar að því að veita starfsfólki ýmis verkfæri til að takast á við daglegar áskoranir, í vinnu og einkalífi, að auka starfsánægju og bæta líðan.
- Námskeiðið samanstendur af 3 kennsludögum, einu sinni í viku í tvo tíma í senn.
- Fyrirkomulagið er sniðið að þörfum hvers vinnustaðar þar sem valin eru þrjú viðfangsefni sem tekin verða fyrir á námskeiðinu (eitt viðfangsefni tekið fyrir á hverjum kennsludegi).
Dæmi um viðfangsefni eru:
- Starfsandi og samskipti: Hvernig er hægt að skapa til góðan starfsanda og jákvæð samskipti... þrátt fyrir vont kaffi
- Haltu krafti í vinnunni: Að auka seiglu, streitustjórnun og gagnleg viðhorf í krefjandi verkefnum
- Að setja mörk í samskiptum: Segir þú já við öllu? Lærðu að segja nei án þess að krumpast.
- Viðhorf og venjur: Líttu á björtu hlíðarnar, líka á mánudögum.
- Tímastjórnun og markmiðasetning: Er verkefnalistinn lengri en leiðinleg bíómynd?
- Erfiðir viðskiptavinir/Erfið samtöl: Þegar símtal verður að ævintýri
- Loddaralíðan: Að lækka rostann í innri púkanum
- Að auka starfsánægju: Fjallað um leiðir til að auka starfsánægju, finna tilgang í starfi og bæta líðan í vinnu. Hvað skiptir mig máli í vinnunni.
- Að komast í gegnum breytingar: Að halda í gleðina í gegnum breytingar
Stjórnendur námskeiðsins eru:
Áslaug Kristinsdóttir, Sálfræðingur og mannauðsráðgjafi
Áslaug utskrifaðist úr Háskóla Íslands með cand.psych gráðu árið 2007 og hefur síðan þá veitt einstaklingum klíníska meðferð og stjórnendum fyrirtækja ráðgjöf og handleiðslu varðandi félagslega og andlega áhættuþætti á vinnustað. Helstu viðfangsefni eru greiningar á starfsumhverfi, sáttamiðlun, ráðgjöf vegna samskiptavanda, stjórnendahandleiðsla, fyrirlestrar/námskeið og einstaklingsstuðningur. Áslaug hóf störf hjá Vinnuvernd árið 2021.
Jakob Gunnlaugsson, sálfræðingur & ráðgjafi í mannauðsmálum
Jakob útskrifaðist sem sálfræðingur frá Kaupmannahafnarháskóla árið 2010 með áherslu á vinnu- og klíníska sálfræði. Hann er teymisstjóri sálfræðinga hjá Vinnuvernd og hans helstu verkefni eru að veita stjórnendum ráðgjöf og handleiðslu varðandi sálfélagslegt vinnuumhverfi á vinnustöðum, vinnustaðagreiningar og einstaklingsviðtöl. Jakob hefur hlotið viðurkenningu sem sérfræðingur í vinnuvernd.
Breytingastjórnun
sem skilar árangri
Breytingar eru stór hluti af starfi fyrirtækja í dag og sumir telja það tímaskekkju að tala um sérstaka breytingastjórnun því öll stjórnun sé í raun breytingastjórnun. En þegar um er að ræða afmörkuð verkefni sem ráðast þarf í er mikil hjálp í því að geta nýtt sér sannreynd módel til að styðjast við. Eitt slíkt módel byggir á kenningum fræðimannsins og leiðtogans Dr. John P. Kotter og er sett fram í 8 þrepum. Kotter módelið hefur staðist tímans tönn og er mikið notað enda auðvelt í notkun og líklegt til árangurs. Í boði er bæði kynning á módelinu og eins stuðningur við notkun þess í breytingafasa.
- Lengd erindis: 30 mínútur. - Stuðningur í formi ráðgjafar í framhaldi eftir þörfum.
Fyrirlesari:
Ingibjörg Loftsdóttir, sérfræðingur í lýðheilsu og stjórnun
Ingibjörg er með EMPH gráðu í lýðheilsu og stjórnun, MSc gráðu í heilbrigðisvísindum og BSc gráðu í sjúkraþjálfun. Eftir að hafa starfað sem sjúkraþjálfari bæði hér á landi og í Bandaríkjunum í yfir 20 ár snéri hún sér alfarið að verkefnastjórnun og forvörnum. Ingibjörg stýrði verkefnum m.a. fyrir Sjálfsbjörg og HÍ og var stjórnandi hjá VIRK í tæp 11 ár þar sem hún stýrði ótal verkefnum. Hún stýrði m.a. öllu forvarnarstarfi VIRK þar með talið www.velvirk.is, vitundarvakningum (Er brjálað að gera?, Virkjum góð samskipti og Það má ekkert lengur) og þátttöku VIRK í Heilsueflandi vinnustað. Ingibjörg hefur sótt námskeið og ráðstefnur sem snúa að vellíðan í starfi árum saman og haldið fjölda fyrirlestra um málefnið m.a. hjá OECD í París. Hún situr í stjórn Stjórnvísi og er formaður Stjórnvísi faghóps um heilsueflandi vinnuumhverfi en sá hópur hefur staðið fyrir fjölda viðburða um allt sem snýr að heilsueflingu á vinnustöðum. Ingibjörg hefur lokið 6 vikna námi í Circular Economy and Sustainability Strategies hjá Cambridge Judge Business School en auk vellíðunar í starfi brennur hún fyrir umhverfisvernd.
Jákvæð samskipti
Samskipti verða flóknari og flóknari með hverri samskiptaleiðinni sem bætist við. Við erum í stöðugum samskiptum – við samstarfsfélaga, yfirmenn, kúnna, og aðra í kringum okkur.
Samskipti fara auk þess fram augliti til auglitis, símleiðis, í tölvupósti, á samfélagsmiðlum og svo mætti lengi telja. En hvernig eflum við jákvæð samskipti? Hvaða áhrif hafa samskipti á starfsanda og vinnustaðamenningu?
Í þessum fyrirlestri leitumst við að því að svara þessum spurningum ásamt því að fara yfir það flókna fyrirbæri sem samskipti eru og hvernig við getum lagt okkar af mörkum í að byggja upp jákvætt vinnuumhverfi.
- Lengd erindis: 50 mínútur
Fyrirlesarar: sálfræðingar Vinnuverndar
Mín leið við streitu
Við höfum öll upplifað streitu enda er það eðlilegt viðbragð líkamans þegar við erum undir álagi. En ef við erum undir stöðugu álagi og streitan verður langvarandi gæti það orðið að vandamáli. Hér fjöllum við um jákvæðar og neikvæðar hliðar streituviðbragðsins, förum í orsakir, einkenni og afleiðingar streitu. Að lokum er farið yfir leiðir til þess að takast á við streitu, bæði sem einstaklingar og sem starfshópur.
- Lengd erindis 50 mínútur
Fyrirlesarar: sálfræðingar Vinnuverndar
Kulnun í starfi
Við veitum stjórnendum ráðgjöf og fræðslu þar sem m.a. er farið yfir hvað þau geta gert til þess að hlúa að sínu starfsfólki og hvaða einkennum þau geta verið vakandi fyrir. Einnig bjóðum við upp á einstaklingsmiðaða þjónustu í formi sálfræðiviðtala og fræðslu til minni hópa. Kulnun í starfi getur haft alvarlegar afleiðingar, bæði fyrir einstaklinga og vinnustaði. Einkenni kulnunar eru margvísleg og geta til dæmis birst í orkuleysi, örmögnun, skerðingu á hugrænni getu, minni afköst og andlegri fjarveru.
- Lengd erindis 50 mínútur
Fyrirlesarar: sálfræðingar Vinnuverndar
EKKO á vinnustöðum
Góð og uppbyggileg samskipti á vinnustað er lykilþáttur í starfsánægju og vellíðan í vinnu. Ýmsar óformlegar venjur geta skapast í samskiptum milli starfsfólks og geta ýmist haft jákvæð eða neikvæð áhrif á starfsanda. Neikvæð samskipti eru ein helsta ástæða fyrir vanlíðan og streitu starfsfólks á vinnustaðnum.
Vinnustaðir eru nú í ríkari mæli að koma sér upp samskiptasáttmála sem eru eins konar leiðarljós í samskiptum og framkomu starfsfólks vinnustaðar. Starfsfólkið sjálft kemur að gerð sáttmálans ásamt stjórnendum og er markmið með sáttmálanum að efla jákvæð og uppbyggileg samskipti á vinnustaðnum, auka traust milli starfsmanna og auka vellíðan.
Vinnuvernd býður upp á aðstoð við gerð samskiptasáttmála með starfsfólki og stjórnendum vinnustaðar. Mikilvægt er að sem flestir taki þátt og geti þannig haft áhrif á það hvernig línur eru dregnar í samskiptum í starfshópnum.
- Lengd erindis: 50 mínútur
Fyrirlesarar: sálfræðingar Vinnuverndar
Andleg heilsa
Hér er lögð áhersla á fjóra ólíka þætti sem stuðla að andlegu heilbrigði. Þeir eru svefn, hreyfing, félagsleg samskipti og áhugamál. Farið er yfir hvernig þessir fjórir þættir hafa áhrif á okkar andlegu líðan og hvað við getum gert til þess að bæta lífsgæði okkar enn frekar. Þegar við hlúum að þessum þáttum erum við að stuðla að eigin vellíðan sem smitar út frá sér til annarra í kringum okkur, bæði á vinnustaðnum og heima fyrir.
- Lengd erindis: 50 mínútur
Fyrirlesarar: sálfræðingar Vinnuverndar
Að mæta erfiðri hegðun
Ágreiningur getur komið upp á vinnustöðum og er oft leystur á farsælan hátt innan vinnustaðar. Í einhverju tilvikum nær ágreiningur að stigmagnast og verða viðvarandi og erfiður. Það getur haft veruleg áhrif á líðan, starfsanda og starfsgleði á vinnustaðnum. Þá getur verið gagnlegt að fá utanaðkomandi aðstoð frá óháðum aðila til að leiða samtal milli málsaðila í þeim tilgangi að finna einhvers konar sátt.
Vinnuvernd býður vinnustöðum upp á sáttamiðlun og hafa sálfræðingarnir lokið námi í sáttamiðlun hjá Sáttamiðlaraskólanum.
Sáttamiðlun er aðferð þar sem óháður og hlutlaus ráðgjafi aðstoðar starfsmenn sem eiga í deilum að finna lausn á ágreiningi sínum eða erfiðum samskiptum. Sáttamiðlari leiðir samtal milli starfsmanna og aðstoðar þá í að finna sjálfir samkomulag um lausn á ágreiningi. Forsenda fyrir sáttamiðlun er að starfsmenn taki sjálfviljugir þátt og að samtalið fari fram í trúnaði.
- Lengd erindis: 50 mínútur
Fyrirlesarar: sálfræðingar Vinnuverndar
Áhrif breytinga
Fjallað er um áskoranir og tækifæri á nýjum tímum og hvaða áhrif breytingar geta haft á líðan fólks. Hvaða leiðum getum við beitt til að halda jafnvægi í vinnu og einkalífi? Sérstök áhersla er lögð á viðhorf, seiglu, samstöðu og liðsheild.
- Lengd erindis: 50 mínútur
Fyrirlesarar: sálfræðingar Vinnuverndar
Siðferðisleg streita
Öll búum við yfir persónulegum gildum eða viðhorfum sem endurspeglast í viðbrögðum okkar við þeim aðstæðum sem kunna að koma upp hverju sinni. Ef aðstæðurnar eru þess eðlis að þar gerist ítrekað eitthvað sem gengur gegn þeim gildum sem eru okkur kærust getur það leitt til svo nefndrar „siðferðislegrar streitu“ eða jafnvel „siðferðislegrar kulnunar“. Ef starfsfólk upplifir siðferðislega streitu er mikilvægt að átta sig á því og bregðast við vandanum fyrr en seinna.
- Lengd erindis: 30 mínútur
Fyrirlesari:
Ingibjörg Loftsdóttir, sérfræðingur í lýðheilsu og stjórnun
Ingibjörg er með EMPH gráðu í lýðheilsu og stjórnun, MSc gráðu í heilbrigðisvísindum og BSc gráðu í sjúkraþjálfun. Eftir að hafa starfað sem sjúkraþjálfari bæði hér á landi og í Bandaríkjunum í yfir 20 ár snéri hún sér alfarið að verkefnastjórnun og forvörnum. Ingibjörg stýrði verkefnum m.a. fyrir Sjálfsbjörg og HÍ og var stjórnandi hjá VIRK í tæp 11 ár þar sem hún stýrði ótal verkefnum. Hún stýrði m.a. öllu forvarnarstarfi VIRK þar með talið www.velvirk.is, vitundarvakningum (Er brjálað að gera?, Virkjum góð samskipti og Það má ekkert lengur) og þátttöku VIRK í Heilsueflandi vinnustað. Ingibjörg hefur sótt námskeið og ráðstefnur sem snúa að vellíðan í starfi árum saman og haldið fjölda fyrirlestra um málefnið m.a. hjá OECD í París. Hún situr í stjórn Stjórnvísi og er formaður Stjórnvísi faghóps um heilsueflandi vinnuumhverfi en sá hópur hefur staðið fyrir fjölda viðburða um allt sem snýr að heilsueflingu á vinnustöðum. Ingibjörg hefur lokið 6 vikna námi í Circular Economy and Sustainability Strategies hjá Cambridge Judge Business School en auk vellíðunar í starfi brennur hún fyrir umhverfisvernd.
Sjálfbærni á mannamáli
Fyrstu skrefin
Eru sjálfbærni málin eitthvað sem virðist óyfirstíganlegt? Stundum þarf bara aðstoð við fyrstu skrefin og til að benda á réttu leiðirnar. Flest fyrirtæki eru nú þegar að gera margt hvað varðar sjálfbærni s.s. að flokka rusl og styðja við sjálfbærar samgöngur starfsfólksins en það vantar bara að setja niður stefnu og koma málinu í réttan farveg. Í boði er fræðsla og/eða aðstoð við fyrstu skrefin.
- Lengd erindis: 50 mínútur
Fyrirlesari:
Ingibjörg Loftsdóttir, sérfræðingur í lýðheilsu og stjórnun
Ingibjörg er með EMPH gráðu í lýðheilsu og stjórnun, MSc gráðu í heilbrigðisvísindum og BSc gráðu í sjúkraþjálfun. Eftir að hafa starfað sem sjúkraþjálfari bæði hér á landi og í Bandaríkjunum í yfir 20 ár snéri hún sér alfarið að verkefnastjórnun og forvörnum. Ingibjörg stýrði verkefnum m.a. fyrir Sjálfsbjörg og HÍ og var stjórnandi hjá VIRK í tæp 11 ár þar sem hún stýrði ótal verkefnum. Hún stýrði m.a. öllu forvarnarstarfi VIRK þar með talið www.velvirk.is, vitundarvakningum (Er brjálað að gera?, Virkjum góð samskipti og Það má ekkert lengur) og þátttöku VIRK í Heilsueflandi vinnustað. Ingibjörg hefur sótt námskeið og ráðstefnur sem snúa að vellíðan í starfi árum saman og haldið fjölda fyrirlestra um málefnið m.a. hjá OECD í París. Hún situr í stjórn Stjórnvísi og er formaður Stjórnvísi faghóps um heilsueflandi vinnuumhverfi en sá hópur hefur staðið fyrir fjölda viðburða um allt sem snýr að heilsueflingu á vinnustöðum. Ingibjörg hefur lokið 6 vikna námi í Circular Economy and Sustainability Strategies hjá Cambridge Judge Business School en auk vellíðunar í starfi brennur hún fyrir umhverfisvernd.
Stjórnun - er mýktin málið?
Rannsóknir á líðan fólks á vinnustað sýna sífellt betur hversu þáttur stjórnenda og leiðtoga er stór. Stjórnendur eru jú svo miklu meira en bara yfirmenn og skapgerð og tilfinningar stjórnandans geta haft dómínó áhrif á vinnustaðnum. Í dag er talað um að mjúkir eiginleikar og tilfinningagreind séu hornsteinar góðra stjórnunarhátta og þar með lykillinn að almennri vellíðan á vinnustaðnum. Mjúku eiginleikarnir eru svo sannarlega nýju hörðu eiginleikarnir.
- Lengd erindis: 50 mínútur.
Fyrirlesari:
Ingibjörg Loftsdóttir, sérfræðingur í lýðheilsu og stjórnun
Ingibjörg er með EMPH gráðu í lýðheilsu og stjórnun, MSc gráðu í heilbrigðisvísindum og BSc gráðu í sjúkraþjálfun. Eftir að hafa starfað sem sjúkraþjálfari bæði hér á landi og í Bandaríkjunum í yfir 20 ár snéri hún sér alfarið að verkefnastjórnun og forvörnum. Ingibjörg stýrði verkefnum m.a. fyrir Sjálfsbjörg og HÍ og var stjórnandi hjá VIRK í tæp 11 ár þar sem hún stýrði ótal verkefnum. Hún stýrði m.a. öllu forvarnarstarfi VIRK þar með talið www.velvirk.is, vitundarvakningum (Er brjálað að gera?, Virkjum góð samskipti og Það má ekkert lengur) og þátttöku VIRK í Heilsueflandi vinnustað. Ingibjörg hefur sótt námskeið og ráðstefnur sem snúa að vellíðan í starfi árum saman og haldið fjölda fyrirlestra um málefnið m.a. hjá OECD í París. Hún situr í stjórn Stjórnvísi og er formaður Stjórnvísi faghóps um heilsueflandi vinnuumhverfi en sá hópur hefur staðið fyrir fjölda viðburða um allt sem snýr að heilsueflingu á vinnustöðum. Ingibjörg hefur lokið 6 vikna námi í Circular Economy and Sustainability Strategies hjá Cambridge Judge Business School en auk vellíðunar í starfi brennur hún fyrir umhverfisvernd.
Verkefnastjórnun frá A-Ö
Áfram gakk þegar allt er í hnút
Stundum standa teymi, sem jafnvel hafa náð miklum árangri hingað til, frammi fyrir því að ná ekki að þoka verkefni áfram. Kannski standa ólíkar skoðanir í veginum eða að stefnt hefur verið að svo mikilli fullkomnun að einföldustu ákvarðanir verða óyfirstíganlegar. Þegar svona stendur á getur verið gott að fá aðstoð utanaðkomandi aðila sem kemur inn með nýja nálgun og ferska sýn. Teymum býðst nú aðstoð við stýringu verkefna hvort sem er í upphafi þeirra, þegar allt er stopp „í miðri á“ eða þegar einungis vantar loka-hnykkinn.
- Lengd erindis: 50 mínútur - Stuðningur í formi ráðgjafar í framhaldi eftir þörfum.
Fyrirlesari:
Ingibjörg Loftsdóttir, sérfræðingur í lýðheilsu og stjórnun
Ingibjörg er með EMPH gráðu í lýðheilsu og stjórnun, MSc gráðu í heilbrigðisvísindum og BSc gráðu í sjúkraþjálfun. Eftir að hafa starfað sem sjúkraþjálfari bæði hér á landi og í Bandaríkjunum í yfir 20 ár snéri hún sér alfarið að verkefnastjórnun og forvörnum. Ingibjörg stýrði verkefnum m.a. fyrir Sjálfsbjörg og HÍ og var stjórnandi hjá VIRK í tæp 11 ár þar sem hún stýrði ótal verkefnum. Hún stýrði m.a. öllu forvarnarstarfi VIRK þar með talið www.velvirk.is, vitundarvakningum (Er brjálað að gera?, Virkjum góð samskipti og Það má ekkert lengur) og þátttöku VIRK í Heilsueflandi vinnustað. Ingibjörg hefur sótt námskeið og ráðstefnur sem snúa að vellíðan í starfi árum saman og haldið fjölda fyrirlestra um málefnið m.a. hjá OECD í París. Hún situr í stjórn Stjórnvísi og er formaður Stjórnvísi faghóps um heilsueflandi vinnuumhverfi en sá hópur hefur staðið fyrir fjölda viðburða um allt sem snýr að heilsueflingu á vinnustöðum. Ingibjörg hefur lokið 6 vikna námi í Circular Economy and Sustainability Strategies hjá Cambridge Judge Business School en auk vellíðunar í starfi brennur hún fyrir umhverfisvernd.