Námskeið - Líkamsbeiting

Þegar fræðsluefni er komið yfir 75 mín bjóðum við vanalega upp á námskeið. Algengt er að námskeið fari fram á viðkomandi vinnustað en við höfum einnig boðið upp á námskeið í fjarfundi.


Vinnuumhverfissvið býður m.a. upp á öryggisnámskeið, námskeið um áætlun um öryggi og heilbrigði og starfslokanámskeið.



SENDA BEIÐNI UM FRÆÐSLU   

Námskeið um gerð áætlunar um öryggi og heilbrigði

Áhættumat


Fyrir hverja?

Námskeiðið eru sérstaklega ætlað ábyrgðaraðilum vinnuverndarstarfs á vinnustaðnum s.s. öryggisfólki ásamt starfsfólki mannauðs og stjórnendum.


Um hvað er námskeiðið?

Markmið námskeiðs er að þátttakendur öðlist þekkingu á gerð áætlunar um heilbrigði og öryggi á vinnustað. Samkvæmt lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum (46/1980) ber atvinnurekandi ábyrgð á að gerð sé skrifleg áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustað.


Á námskeiðinu er farið yfir skipulag vinnuverndarstarfs s.s. hlutverk öryggisnefndar og ábyrgðaraðila vinnuverndarstarfsins. Fjallað er um helstu málaflokka s.s. hávaða, lýsingu, inniloft, efni og efnahættur, líkamlega áhættuþætti, félagslega og andlega áhættuþætti, , atvinnusjúkdóma, vinnuslys og slysavarnir og notkun persónuhlífa. Þá er fjallað um lög og reglugerðir þannig að þátttakendur geti sjálfir aflað sér betur upplýsinga og unnið með.

Sérstök áhersla er lögð á áhættumat starfa, hvað það innifelur og hvernig matið er unnið. Um er að ræða fyrirlestur, umræður og hópavinnu.

Kennd er einföld og markviss aðferð í tengslum við gerð áætlunar um öryggi og heilbrigði en megin þættir hennar fela í sér áhættumat starfa og áætlun um heilsuvernd og öryggi.


Ávinningur

Aukin þekking á vinnuverndarmálum vinnustaðar auðveldar þeim að hefja vinnu við gerð áætlunar og starfa skv. skyldu vinnuverndarlaga 46/1980. Vinnan gefur tækifæri á að vinna að bættu vinnuumhverfi og líðan á vinnustað með markvissum hætti. 

Markmið námskeiðs er að þátttakendur séu betur upplýstir um áætlun um öryggi og heilbrigði og framkvæmd áhættumats á vinnustað og geti nýtt sér vinnuna með beinum hætti í sínu fyrirtæki.


Uppbygging

Námskeiðið sem stendur í þrjá tíma samanstendur af fyrirlestri, umræðum og hópavinnu.







Starfslokanámskeið


Fyrir hverja?

Námskeiðið er ætla fólki sem nálgast eftirlaun eða er tiltölulega nýkomið á eftirlaun. Við hvetjum fólk til að sækja námskeiðið frekar fyrr en seinna til þess að það geti undirbúið tímamótin vel.


Um er fjallað?

Fjallað er um þætti sem snúa að fjármálum, t.d. lífeyrir, Tryggingastofnun Íslands og Sjúkratryggingar Íslands en einnig um hvernig hægt sé að eiga sem innihaldsríkust efri ár, t.d. með umfjöllun um hlutverkabreytingu, markmið og félagsstarf. Þá er einnig fjallað um  almenna heilsu ásamt næringu og hreyfingu fyrir eldra fólk.


Ávinningur

• Aukin þekking ofangreindum  fjármálaþáttum getur leitt til fjárhagslegs ávinnings.

• Undirbúningur og umfjöllun um sálfélagslega þætti í kringum þessi tímamót getur stuðlað að því að fólk njóti betur tímans um og eftir starfslok. Þá hefur þátttakendum oft þótt gagnlegt og gott að njóta samveru annarra þátttakanda sem standa á sömu tímamótum í sínu lífi.

• Lærdómur um félagsstarf, næringu og hreyfingu eldra fólks getur bætt andlega og líkamlega heilsu.


Uppbygging

Námskeiðið er tvo daga.

• Staðnámskeiðin eru kennd í Rafmennt, Stórhöfða 27 í Reykjavík, á milli kl. 9:00-12:30.


Nánari upplýsingar og skráningu má finna hér: 






Fyrirlesarar

Thelma Hafþórsdóttir, 

Iðjuþjálfi

Thelma er sérfræðingur í vinnuvernd með áherslu á hreyfi- og stoðkerfi. Hún er menntaður einkaþjálfari og útskrifaðist með B.Sc. gráðu í iðjuþjálfun frá Háskólanum á Akureyri árið 2012. Þá hefur hún einnig lokið grunnstigi í tónlist með áherslu á söng við Tónlistarskóla F.Í.H. Thelma sinnir fræðslu sem snýr að vinnuvistfræði, t.d. með fyrirlestrum, upplýsingaritum og kennslumyndböndum. Hún sinnir einnig vinnustaðarúttektum og áætlunum um öryggi og heilbrigði á vinnustað sem felur m.a. í sér áhættumat. Thelma er annar tveggja leiðbeinanda á starfslokanámskeiðinu okkar.

Valgeir Sigurðsson, 

Sjúkraþjálfari

Valgeir er sjúkraþjálfari að mennt og hefur verið framkvæmdastjóri Vinnuverndar frá upphafi.  Óhætt er að segja að Valgeir sé einn reynslumesti sérfræðingur landsins á sviði vinnuverndar en hann hefur sinnt fjölbreyttir ráðgjöf í tengslum við öryggi og heilbrigði við fjölmarga vinnustaði í yfir 20 ár. 
Í dag er rekstur og þróun Vinnuverndar ehf. megin viðfangsefnið en Valgeir kemur að einstökum ráðgjafaverkefnum með samstarfsfólki sínu. 


Umsagnir

Sandra Hauksdóttir

Landsbankinn

„Það hefur verið mjög gott að geta leitað til sjúkraþjálfara og iðjuþjálfa Vinnuverndar. Við flutning í nýtt húsnæði þar sem mörg okkar fengu nýja stóla og borð var mikilvægt að vel færi um allt starfsfólk. Bæði fengum við aðstoð við að útbúa leiðbeiningar og kennsluefni auk þess sem þau komu til okkar með fræðandi erindi og hagnýta leiðsögn í nýju vinnuumhverfi fyrir þau sem á þurftu að halda.“



ÚTTEKT Á VINNUUMHVERFI
ÁÆTLUN UM ÖRYGGI & HEILBRIGÐI
FRÆÐSLA & NÁMSKEIÐ