Heilbrigði og forvarnir

Fræðsluerindi tengd heilbrigðum lífsstíl og forvörnum


Heilbrigðissvið Vinnuverndar býður upp á fjölbreytt úrval fræðsluerinda og námskeiða fyrir vinnustaði. Við höfum sérhæft okkur í heilsutengdri fræðslu sem ætlað er að styðja við starfsfólk og vinnustaði í lífi og starfi.  

Oft er talað um að einstaklingar geti bætt lífgæði sín og almennt heilbrigði ef þeir hugi vel að fjórum grunnþáttum eða reglulegri hreyfingu, góð svefnvenjum, hollri næringu og andlega líðan. Ef eitthvað af þessum grunnþáttum er í ólagi í lífi einstaklings getur það haft töluverð áhrif á líðan hans og afköst í daglegum störfum og venjum. 

Einnig bjóðum við upp á fræðsluerindi er snúa að breytingaskeiði kvenna og smitsjúkdómum barna en hjúkrunarfræðingar okkar hafa sérhæft sig í þessari fræðslu. 

SENDA BEIÐNI UM FRÆÐSLU   

Hámarkaðu þína heilsu


Um er að ræða fræðsluerindi þar sem farið er yfir þrjá grundvallarþætti almennrar heilsu, svefn, næringu og hreyfingu. Farið er yfir hvernig við getum hámarkað vellíðan okkar í lífi og starfi með því að hlúa að þessum þáttum í daglegu lífi.

  • Lengd erindis  50 mín






Breytingarskeið kvenna

 

Varpað er ljósi á hvernig breytingaskeiðið markar tímamót á ævi  kvenna og hvaða áhrif það getur haft á einkalíf og störf kvenna. Mikilvægt er að konur séu meðvitaðar um einkenni breytingaskeiðs og þekki tíðarhring sinn til að stuðla að auknu heilbrigði og betri líðan á þessu lífsskeiði.

Einnig er mikilvægt fyrir stjórnendur og annað starfsfólk að vera upplýst um þetta skeið til að draga úr fordómum og auka skilning þeirra sem ganga í gegnum þetta skeið.

  • Lengd erindis 50 mín




Smitsjúkdómar barna

Væntanlegt!




Svefn

 

Farið er yfir áhrif svefns á andlega og líkamlega líðan. Hvað getum við gert til að bæta svefn og hvað eigum við að forðast? Góður svefn er lykill að vellíðan.

  • Lengd erindis 30 mín





Hreyfing

 

Farið er yfir jákvæð áhrif hreyfingar og þær áskoranir sem fylgja því að viðhalda hreyfingu. Hvað hefur áhrif á hegðun okkar og val, ásamt raunhæfri markmiðasetningu. Öll hreyfing er betri en engin.

  • Lengd erindis 30 mín



Næring

væntanlegt!

 



Fyrirlesarar