Lýsing á þjónustu:
Þjónustan felst í að trúnaðarlæknir er tengiliður á milli vinnustaðar og starfsmanns hvað varðar sjúkdóm, áætlaða tímalengd veikindafjarvista, endurheimt starfshæfni og skipulagningu á endurkomu til starfa. Trúnaðarlæknir gætir fyllsta trúnaðar við starfsmann hvað varðar allar upplýsingar um sjúkdóm og önnur heilsufarstengd vandamál.
Í starfi trúnaðarlæknis eru hagsmunir starfsmanna hafðir að leiðarljósi í samræmi við Codex Ethicus 2021, II. kafli, gr. 11 og Lög um heilbrigðisstarfsmenn 2012 nr. 34, III. Kafli gr. 17.