Hlutverk almennrar læknisþjónustu
- Tryggja starfsfólki aðgang að fyrstu skoðun á heilbrigðisvanda hratt og örugglega.
- Fyrsta greining á einkennum/veikindum viðkomandi starfsmanns.
- Aðstoða við endurnýjun á lyfjum.
- Aðstoða starfsmann að komast áfram til sérfræðings eða leiðbeina með næstu skref til að tryggja að viðkomandi fái rétta meðhöndlun við þeim einkennum/veikindum sem um ræðir.
Móttaka í Vinnuvernd
- Læknar Vinnuverndar taka á móti starfsfólki í móttöku Vinnuverndar.
- Vinnustaðir eru með fastan tíma í hverri viku sem starfsfólk þeirra getur mætt í til að hitta lækni.
- Ekki er þörf á að bóka tíma fyrirfram heldur bara mæta, biðtími getur verið breytilegur en almennt eru tveir læknar á vakt.
Móttaka á vinnustaðnum
- Læknir er með aðstöðu hjá viðkomandi vinnustað, mikilvægt er að vinnustaðurinn bjóði upp á viðunandi rými fyrir þjónustuna ásamt búnaði.
- Læknir er með móttöku annað hvort hálfan dag í viku eða heila dag, ekki er hægt að kaupa minna en hálfan dag í þessari þjónustu.
- Allt starfsfólk fær aðgang að bókunarsíðu þar sem þau geta skráð sig í tíma hjá viðkomandi lækni.