"Við starfslok upplifir einstaklingurinn eina mestu breytingu sem hann verður fyrir á seinni hluta ævinnar og við vitum að þeir þættir sem skipta hvað mestu máli þegar kemur að starfslokum eru efnahagurinn, heilsan og félagslegi þátturinn. Þess vegna reynum við að skoða alla þessa þætti í víðu samhengi, ekki einungis fjármálin" segir Thelma Hafþórsdóttir Byrd einn af umsjónarmönnum starfslokanámskeiðs Vinnuverndar, í viðtali í Mannauðsblaðinu sem kom út fyrir helgi. Hægt er að lesa allt viðtalið með því að smella hér.
Næsta námskeið fer fram daganna 29.okt og 31.okt næstkomandi og er skráning í fullum gangi í gegnum heimasíðu Vinnuverndar en eins er hægt að skrá sig með því að smella hér.