Úttekt á vinnuumhverfi

Við bjóðum upp á úttektir á vinnustöðvum starfsfólks sem og ráðgjöf til stjórnenda. Unnið er í samræmi við þau fyrirmæli sem gefin eru með lögum um vinnuvernd nr. 46/1980.

 


SENDA BEIÐNI UM VINNUSTAÐAÚTTEKT   

Vinnustaðaúttekt - Skrifstofur


Kyrrsetustörf geta aukið hættuna á ýmsum stoðkerfiskvillum sem hafa áhrif á líðan okkar og framleiðni í starfi. 

Í vinnustaðaúttekt á skrifstofu er unnið með stillingar sem snúa að skrifstofustól, borði, tölvuskjáum o.fl. Horft er til mögulegra úrbóta sem og nýtingu þess búnaðar sem til staðar er. Rík áhersla er á að leiðbeina starfsfólki með notkun á sínum skrifstofubúnaði. Liður í úttektinni er einnig að horfa til annarra vinnuumhverfisþátta eins og birtu, hávaða o.fl.


Úttektin felur í sér:


1. Fræðslukynning (val)

Stutt kynning í byrjun þar sem farið er yfir lykilþætti líkamsbeitingar, helstu stillinga stólsins, vinnuborðs o.fl.


2. Leiðbeiningar og ráðgjöf

Aðstæður starfsfólks metnar og starfsfólki leiðbeint á sinni starfsstöð. Ef þörf er á frekari aðlögunum sem ekki er hægt að bæta á staðnum þá eru þær athugasemdir skráðar niður.


3. Niðurstöður

Samantekt til stjórnenda með helstu niðurstöðum er varða vinnustöðvar starfsfólks og tillögur að úrbótum.





Vinnustaðaúttekt - Iðnaður, framleiðsla & önnur störf

 

Líkamlega erfið verkefni geta haft mikil áhrif á líðan okkar til lengri tíma og skemmri tíma. Því er mikilvægt að hafa í huga góða líkamsbeitingu, æskilega verkferla og að skapa menningu fyrir notkun léttibúnaðar þar sem við á.


Við framkvæmum mat á líkamlegu álagi í iðnaði, framleiðslu sem og öðrum störfum. Við útfærum verkefnin eftir ykkar þörfum og starfsemi.




Hávaði & lýsing

 

Lýsing og hljóðvist eru mikilvægir þættir fyrir gott vinnuumhverfi. Við bjóðum upp á mælingar og mat á starfsstöðvum vinnustaða ásamt því að koma með tillögur að úrbótum.





Breytingaráðgjöf og val á búnaði

 

Við bjóðum upp á ráðgjöf fyrir vinnustaði sem vilja breyta vinnuaðstöðu og/eða verkferlum. Áhersla er lögð á líkamlega álagsþætti starfsfólks og hvernig hægt er að draga úr hættu á stoðkerfisvanda. Mikilvægt er að vellíðan starfsfólks og viðmót viðskiptavina fari saman og því er tekið tillit til þess sampils. Við sinnum ráðgjöf fyrir skrifstofustörf, iðnað, framleiðslu sem og önnur störf.



ÚTTEKT Á VINNUUMHVERFI
ÁÆTLUN UM ÖRYGGI & HEILBRIGÐI
FRÆÐSLA & NÁMSKEIÐ