Sálfræðiþjónusta

Vellíðan í vinnu


Sálfræðiteymi Vinnuverndar býður upp á fjölbreytta þjónustu og ráðgjöf til fyrirtækja, stofnanna og sveitarfélaga um þá þætti í vinnuumhverfi sem snúa að félagslegum og andlegum áhættuþáttum. Sálfræðingar Vinnuverndar hafa hlotið viðurkenningu sem sérfræðingar frá Vinnueftirlitinu til að veita slíka þjónustu og hafa allir starfsleyfi frá Embætti Landlæknis. 

Hér að neðan má sjá þá þjónustuþætti sem við bjóðum upp á. 


SENDA FYRIRSPURN   

Viðtöl og stjórnendahandleiðsla


Einstaklingsviðtöl


Vinnustaðir eru nú í auknum mæli að bjóða starfsfólki upp á stuðning og ráðgjöf hjá sálfræðingi til að bæta líðan sína. Vinnuvernd býður upp á einstaklingsviðtöl fyrir starfsfólk fyrirtækja sem eru í samningsþjónustu. 

Sérstök áhersla er á að biðtími sé í algjöru lágmarki. 


SENDA FYRIRSPURN   

Stjórnendahandleiðsla 


Vinnuvernd býður upp á handleiðslu sálfræðings fyrir stjórnendur eða stjórnendahópa. Handleiðslan hefur þann tilgang að styrkja stjórnendur og/eða hópinn í að takast á við ýmsar áskoranir og erfiðleika í starfi. Handleiðslan getur verið tímabundin vegna sérstakra aðstæðna eða til lengri tíma til efla stjórnendur í krefjandi hlutverki. 

Ávinningur af einstaklingshandleiðslu og hóphandleiðslu getur verið betri líðan, meira öryggi í starfi, meiri starfsánægja og betri samskipti og liðsheild.  Áhersla er lögð á að stjórnandi þekki styrkleika sína og nýti þá sem best í þágu starfsins.  Í handleiðslu geta stjórnendur öðlast nýja sýn á málefni og aukinn styrk til að takast á við verkefni sem koma upp í vinnuumhverfinu. 

Stjórnendum gefst kostur á að ræða þau viðfangsefni sem þeir eru að takast á við hverju sinni undir handleiðslu sálfræðings. Viðfangsefni geta verið ýmist verið óundirbúin, þ.e ákveðið  er í hverjum tíma hvað skal rætt, eða undirbúin, þar sem stjórnendur og sálfræðingur sammælast um viðfangsefni fyrirfram. 

Í hóphandleiðslu er ákjósanlegast er að fjöldi sé á bilinu 2-7 manns  og er fyrirkomulag handleiðslu sniðin að þörfum hvers hóps hverju sinni.  

Hafðu samband fyrir nánari upplýsingar 


SENDA FYRIRSPURN   

Fræðsla og námskeið


Sálfræðisvið Vinnuverndar býður upp á fjölbreytt úrval fræðsluerinda og námskeiða fyrir vinnustaði sem ætlað er að efla og styrkja starfsfólk og starfshópa. Fræðsla er mikilvægur liður í forvarnarstarfi vinnustaða og er ætlað að auka vellíðan á vinnustað og stuðla að jákvæðu samstarfi. 

Hér fyrir neðan er að finna stuttar lýsingar á þeim erindunum sem sálfræðingar Vinnuverndar bjóða uppá. Við vekjum athygli á því að bæði er hægt að fá þessi erindi sem fyrirlestra en einnig er hægt að setja upp vinnustofur með starfsfólki, þar sem meiri tími gefst fyrir umræður og verkefnavinnu og unnið er dýpra með málefnið með starfsfólki. 


Hér að neðan er listi af vinsælustu fyrirlestrum Vinnuverndar- athugið að listinn er alls ekki tæmandi. 


• Jákvæð samskipti og vellíðan í vinnu

• Streita- Mín leið við streitu

• EKKO á vinnustöðum

• Kulnun í starfi

• Að mæta erfiðri hegðun

• Andleg heilsa


Fleiri fyrirlestrar og námskeið eru í boði hjá öðrum sviðum Vinnuverndar og við hvetjum þig til að kynna þér það einnig

Ráðgjöf fyrir vinnustaði


Sálfræðiteymi Vinnuverndar býður upp á fjölbreytta þjónustu og ráðgjöf til fyrirtækja, stofnanna og sveitarfélaga um þá þætti í vinnuumhverfi sem snúa að félagslegum og andlegum áhættuþáttum. 


Sálfræðingar Vinnuverndar hafa hlotið viðurkenningu sem sérfræðingar frá Vinnueftirlitinu til að veita slíka þjónustu og hafa allir starfsleyfi frá Embætti Landlæknis.