Vellíðan í vinnu
Skrifstofur
Kyrrsetustörf auka hættuna á ýmsum stoðkerfiskvillum sem hafa áhrif á líðan okkar og framleiðni í starfi. Við bjóðum upp á fræðsluerindi og úttektir á vinnustöðvum starfsmanna sem og ráðgjöf til stjórnenda. Horft er til mögulegra úrbóta sem og nýtingu þess aðbúnaðar sem til staðar er.
Vellíðan í vinnu
Iðn og framleiðsla
Líkamlega erfið verkefni geta haft mikil áhrif á líðan okkar til lengri tíma og skemmri tíma. Því er mikilvægt að hafa í huga góða líkamsbeitingu, æskilega verkferla og að skapa menningu fyrir notkun léttibúnaðar þar sem við á. Við framkvæmum mat á líkamlegu álagi í iðn- og framleiðslustörfum. Við útfærum verkefnin eftir ykkar þörfum og starfsemi.
Hávaði og lýsing
Skrifstofur
Lýsing og hljóðvist eru mikilvægir þættir fyrir gott vinnumhverfi. Við bjóðum upp á mælingar og mat á starfsstöðvum vinnustaða. Ólíkar þarfir eftir ólíkum verkefnum.
Breytingaráðgjöf
Vinnuumhverfi
Við bjóðum upp á ráðgjöf og aðstoð fyrir vinnustaði sem vilja breyta vinnuaðstæðum eða verkferlum. Áhersla er lögð á líkamlegt álag starfsmanna. Mikilvægt er að vellíðan starfsmanna og viðmót viðskiptavina fari saman. Við sinnum ráðgjöf fyrir iðn- og framleiðslustöf sem og skrifstofurými.
Fræðsluefni
Grunnur að farsælu starfi
Við bjóðum upp á fjölbreytt úrval fræðsluerinda með áherslu á líkamlegt álag og notkun léttibúnaðar. Þekking og jákvæð vinnustaðamenning er lykilþáttur í innleiðingu góðs vinnulags.