Þjónusta

Samtalsmeðferð

 

Við bjóðum upp á samtalsmeðferð fyrir þinn starfsmann. Sálfræðingar okkar aðstoða starfsmenn fjölmargra fyrirtækja.

Mögulegar ástæðar þess að æskilegt sé að leita sér aðstoðar geta verið vegna streitu, kulnunar í starfi, kvíða, þunglyndis, eineltis, eða annara ástæðna. Við bjóðum upp á fjarþjónustu.

Handleiðsla

 

Í gegnum handleiðslu aðstoðum við starfsmenn, stjórnendur og hópa við að takast á við margvíslegar áskoranir til að nýta betur hæfni og styrkleika starfshópsins.

Ný sýn getur gefið okkur styrk til að takast á við krefjandi verkefni á nýjan og uppbyggilegan hátt.

Ráðgjöf

 

Fjölbreytt ráðgjöf í tengslum við andlega- og félagslega þætti í vinnumhverfi, fyrir stjórnendur, starfsmenn og hópa. Við veitum sérstaka ráðgjöf í kjölfar greiningar á starfsumhverfi.

Auðveldar þér að vinna markvisst umbóta- og vinnuverndarstarf.

Greining á starfsumhverfi

 

Lagt er mat á andlega- og félagslega þætti í vinnuumhverfi. Áhersla er lögð á vellíðan starfsmanna í vinnu. Greining er oft framkvæmd ef vísbendingar eru um vanlíðan eða óánægju starfsmanna. Færst hefur í aukana að vinnustaðir vilji taka stöðuna á andlegri líðan og starfsánægju sem forvörn.

Námskeið og fræðslufundir

 

Við bjóðum upp á fjölbreytt úrval fræðsluerinda með áherslu á andlega líðan og sálfélagslega þætti starfsmanna. Þekking og vitund starfsmanna er lykilþáttur í því að skapa góðan vinnustað.

Þjálfun

 

Við sinnum þjálfun fyrir stjórnendur með áherslu á að bæta færni til að takast á við erfið verkefni.

Þjálfun og færnibæting vinna að heilbrigðu vinnuumhverfi og auðvelda stefnumótun og áætlanagerð.

Fyrir frekari upplýsingar

 

Sími: 578-0800    

[email protected]