Þjónusta
Samtalsmeðferð
Við bjóðum upp á samtalsmeðferð fyrir þitt starfsfólk. Sálfræðingar okkar aðstoða starfsfólk fjölmargra fyrirtækja.
Mögulegar ástæðar þess að æskilegt sé að leita sér aðstoðar geta verið vegna streitu, kulnunar í starfi, kvíða, þunglyndis, eineltis, eða annara ástæðna. Við bjóðum upp á fjarþjónustu.
Handleiðsla
Í gegnum handleiðslu aðstoðum við starfsfólk, stjórnendur og hópa við að takast á við margvíslegar áskoranir til að nýta betur hæfni og styrkleika starfshópsins.
Ný sýn getur gefið okkur styrk til að takast á við krefjandi verkefni á nýjan og uppbyggilegan hátt.
Viðbragðsáætlanir
Við veitum ráðgjöf og aðstoð við við gerð viðbragðsáætlunar vegna eineltis, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustað.
Samskiptasáttmáli
Við bjóðum upp á fræðslu og vinnustofu við gerð og innleiðingu samskiptasmáttmála starfsfólks fyrir vinnustaði.
Kulnun í starfi
Við veitum jafnt ráðgjöf og fræðslu til stjórnenda sem og einstaklingsmiðaða þjónustu i formi viðtala og fræðslu til minni hópa. Einkenni kulnunar geta m.a. verið orkuleysi, örmögnun, skerðing á hugrænni getu, minni afköst og andleg fjarvera.
Sáttamiðlun
Við bjóðum upp á sáttamiðlun fyrir vinnustaði vegna ágreinings/ósættis milli tveggja eða fleiri aðila. Sáttamiðlun er aðferð þar sem óháður og hlutlaus sérfræðingur aðstoðar aðila sem eiga í deilum við að finna lausn á vanda sínum, sem báðir eru sáttir við. Sáttamiðlun fer fram í trúnaði og taka allir þátt sjálfviljugir.
Stuðningur við áföllum - sálræn skyndihjálp
Aðstoð við þá sem upplifað hafa alvarlega atburði til að ná fyrra jafnvægi. Viðbrögð fólks eru einstaklingsbundin og því bregðast ekki allir eins við sama atburði. Það er í þessum aðstæðum sem einstaklingur getur þurft á sálrænum stuðningi að halda.
Fræðsluerindi og námskeið
Við bjóðum upp á fjölbreytt úrval fræðsluerinda með áherslu á andlega líðan og sálfélagslega þætti starfsmanna. Þekking og vitund starfsmanna er lykilþáttur í því að skapa góðan vinnustað.
Þjálfun
Við sinnum þjálfun fyrir stjórnendur með áherslu á að bæta færni til að takast á við erfið verkefni.
Þjálfun og færnibæting vinna að heilbrigðu vinnuumhverfi og auðvelda stefnumótun og áætlanagerð.

Greining á starfsumhverfi
Fjölbreytt ráðgjöf í tengslum við andlega- og félagslega þætti í vinnumhverfi, fyrir stjórnendur, starfsmenn og hópa. Við veitum sérstaka ráðgjöf í kjölfar greiningar á starfsumhverfi. Auðveldar þér að vinna markvisst umbóta- og vinnuverndarstarf.
Lagt er mat á andlega- og félagslega þætti í vinnuumhverfi. Áhersla er lögð á vellíðan starfsmanna í vinnu. Greining er oft framkvæmd ef vísbendingar eru um vanlíðan eða óánægju starfsmanna. Færst hefur í aukana að vinnustaðir vilji taka stöðuna á andlegri líðan og starfsánægju sem forvörn.
Nýttar eru tvennskonar aðferðir við framkvæmd greininga á starfsumhverfi sem hægt er að sníða að þörfum hvers fyrirtækis:
- Rafrænar kannanir sem sendar eru út á starfsmannahópinn.
- Djúpviðtöl þar sem valdir eru ákveðnir einstaklingar úr starfshópnum til þátttöku.