Skyndihjálp 2 klst

 
Rétt viðbrögð bjarga

Námskeiðið byggist upp á fjórum grunnskrefum skyndihjálpar ásamt því að farið er yfir slys og bráð veikindi. Farið er yfir mikilvægi þess að fyrstu viðbrögð séu unnin eftir réttri röð og hvert skref fyrir sig sé framkvæmt af þekkingu. Farið er yfir verklega grunnendurlífgun, hjartahnoð ásamt notkun sjálfvirkra hjartastuðtækja.

Skyndihjálp 3 klst

 
Líkamleg og sálræn skyndihjálp

Ítarlegt námskeið þar sem farið er yfir efni grunnámskeiðs í skyndihjálp, að viðbættri sálrænni skyndihjálp, með sérstakri áherslu á viðbrögð við slysum og bráðum veikindum.  Farið er yfir verklega grunnendurlífgun, hjartahnoð ásamt notkun sjálfvirkra hjartastuðtækja.

 

Hámarkaðu þína heilsu

 

Um er að ræða fræðsluerindi þar sem farið er yfir þrjá grundvallarþætti almennrar heilsu, svefn, næringu og hreyfingu. Farið er yfir hvernig við getum hámarkað vellíðan okkar í lífi og starfi með því að gæta þess að hlúa að þessum þáttum í daglegu lífi.

Andlegt heilbrigði

 

Hér er lögð áhersla á fjóra ólíka þætti sem stuðla að andlegu heilbrigði. Farið er yfir áhrif svefns á andlega líðan og gagnleg ráð við svefnerfiðleikum, áhrif hreyfingar á andlega líðan og hvernig félagsleg samskipti og áhugamál hafa áhrif á vellíðan. Hvað getum við gert til að hlúa að okkur sjálfum og bæta lífsgæði okkar enn frekar?

Mín leið við streitu

 
Gagnlegar leiðir til að takast á við streitu

Við höfum öll upplifað streitu enda er það eðlilegt viðbragð líkamans þegar við erum undir álagi. En ef við erum undir stöðugu álagi og streitan verður langvarandi gæti það orðið að vandamáli. Hér fjöllum við um jákvæðar og neikvæðar hliðar streituviðbragðsins, förum í orsakir, einkenni og afleiðingar streitu. Að lokum er farið yfir hvernig við getum tekist á við streitu, bæði sem einstaklingar og sem starfshópur.

Vinnuumhverfi og öryggi

 
Meira öryggi og minni áhætta

Fjallað er um hvað umhverfis- og öryggismál skipta fyrir hvern vinnustað. Efnistök þessa fyrirlestrar eru fjölþætt og er m.a. farið yfir áhættuhegðun, vinnuumhverfisþætti, öryggisbúnað, stoðkerfisálag og sálfélagslega þætti, eftir þínum áherslum. Áhersla á jákvæða vinnuverndarmenningu.

Jákvæð samskipti og starfsandi

 
Jákvæð sálfræði

Fjallað er um mikilvægi jákvæðra samskipta á vinnustað og ólíkar leiðir til þess að takast á við samskiptavanda. Hér er lögð áhersla á samskipti á milli samstarfsfélaga og við yfirmenn, og hvaða áhrif samskipti hafa á starfsanda og vinnustaðamenningu.

Áhrif breytinga

 
Breytingastjórnun og liðsheild

Fjallað er um áskoranir og tækifæri á nýjum tímum og hvaða áhrif breytingar geta haft á líðan fólks. Hvaða leiðum getum við beitt til að halda jafnvægi í vinnu og einkalífi? Sérstök áhersla er lögð á viðhorf, seiglu, samstöðu og liðsheild.

Einelti, kynferðisleg- og kynbundin áreitni, ofbeldi - Hver er ramminn í hegðun á vinnustað?

 
Hver er ramminn í hegðun og samskiptum á vinnustað?

Fjallað er um skilgreiningar, birtingamyndir, afleiðingar og viðbrögð starfsmanna og stjórnenda við einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi. Rætt er um ábyrgð hvers og eins í samskiptum og leiðir til úrbóta.

Starfslokanámskeið - 3 hálfir dagar

 
Nýtt líf eftir starfslok 

Þau atriði sem gott er að vita til að njóta lífsins eftir starfslok. Farið er yfir fjölbreytt efni og m.a. fjallað um lífeyrismál, réttindi, húsnæðismál, fjármál, eignir, áhrif lífstíls, búsetu erlendis, áhugamál og hvernig við getum á áhrifaríkan hátt sett okkur markmið til að tryggja árangur.

Að mæta erfiðri hegðun

 
Hvar eru mörkin dregin?

Fjallað er um uppbyggilegar leiðir til að takast á við krefjandi samskipti eða erfiða hegðun viðskiptavina. Fjallað er um fagmennsku, að setja mörk í samskiptum og skil á milli vinnu og einkalífs.