Skyndihjálp

 
Rétt viðbrögð bjarga

Farið er yfir helstu atriði skyndihjálpar með áherslu á rétt viðbrögð við bráðum veikindum og slysum. Mikilvægt er að meta aðstæður og aðkomu hverju sinni. Áhersla er á verklega grunnendurlífgun, hjartahnoð og blástur, ásamt notkun sjálfvirkra hjartastuðtækja. Við sérsníðum námskeið að þinni starfsemi.

Líkamsbeiting

 
Rétt álag, léttara líf

Stoðkerfiseinkenni eru ein helsta ástæða fjarvista frá vinnu. Farið er yfir rétta líkamsbeitingu með áherslu á vitund starfsmanna um aðferðir til að létta líkamlegt álag. Stuðla að jákvæðri menningu um gott verklag og notkun léttitækja. Við sérsníðum námskeið að þinni starfsemi.

Starfsánægja

 
Vellíðan og vöxtur

Farið er í helstu þætti sem ýta undir vellíðan í starfi er lúta að starfsmanninum sjálfum, hópnum og vinnustaðnum. Horft er til bæði andlegra og félagslegra þátta í vinnuumhverfinu sem geta haft áhrif á starfsánægju.

Skyndihjálp +

 
Líkamleg og andleg viðbrögð

Ítarlegri námskeið þar sem farið er yfir efni grunnnámskeiðs, að viðbættri andlegri skyndihjálp, með sérstakri áherslu á andleg viðbrögð við slysum og bráðum veikindum. Farið er yfir verklega grunnendurlífgun, hjartahnoð og blástur ásamt notkun sjálfvirkra hjartastuðtækja. Við sérsníðum námskeið að þinni starfsemi.

Árangur og jafnvægi

 
Svefn / Hreyfing / Næring

Áhersla á lífsstílstengda lykilþætti sem hafa áhrif á vellíðan okkar í daglegu lífi. Farið er yfir mikilvægi svefns, hreyfingar og næringar með áherslu á hvað við getum gert til að auðvelda okkur að ná árangri og komast yfir hindranir. Hvernig get ég náð árangri?

Vinnuumhverfi og öryggi

 
Meira öryggi og minni áhætta

Fjallað er um hvað umhverfis- og öryggismál skipta fyrir hvern vinnustað. Efnistök þessa fyrirlestrar eru fjölþætt og er m.a. farið yfir áhættuhegðun, vinnuumhverfisþætti, öryggisbúnað, stoðkerfisálag og sálfélagslega þætti, eftir þínum áherslum. Áhersla á jákvæða vinnuverndarmenningu.

Andleg líðan

 
Áhrif breytinga

Fjallað er um áskoranir og tækifæri á nýjum tímum og hvaða áhrif breytingar geta haft á líðan fólks. Hvaða leiðum getum við beitt til að halda jafnvægi í vinnu og einkalífi? Sérstök áhersla er lögð á viðhorf, seiglu, samstöðu og liðsheild.

Gerð áhættumats

 
Fagleg vinnubrögð

Við bjóðum upp á fræðslu fyrir öryggisnefndir, stjórnendur og starfsmenn um framkvæmd áhættumats á þínum vinnustað. Til að áhættumat gagnist þinni starfsemi er mikilvægt að það sé unnið á faglegan og markvissan hátt.

Virkni á vinnustað

 
Þinn eigin einkaþjálfari

Virk fræðsla, þar sem farið er yfir æfingar og aðferðir til að bæta vellíðan í vinnu og daglegu lífi. Áhersla er á einfaldar æfingar og aðferðir til að minnka áhrif hvimleiðra einkenna eins og vöðvabólgu, höfuðverkja og mjóbaksverkja.

Einelti, ofbeldi og áreitni

 
Hver er ramminn í hegðun?

Fjallað er um birtingarmyndir, afleiðingar og viðbrögð starfsmanna og stjórnenda við einelti, kynferðislegu- og kynbundnu áreiti, ásamt ofbeldi. Rætt er um áhrif menningar vinnustaðarins á hegðun starfsmanna og leiðir til úrbóta.

Starfslokanámskeið

 
Nýtt líf eftir starfslok 

Þau atriði sem gott er að vita til að njóta lífsins eftir starfslok. Farið er yfir fjölbreytt efni og m.a. fjallað um lífeyrismál, réttindi, húsnæðismál, fjármál, eignir, áhrif lífstíls, búsetu erlendis, áhugamál og hvernig við getum á áhrifaríkan hátt sett okkur markmið til að tryggja árangur.

Starfsandi

 
Eflum góðan anda

Hvað skiptir raunverulega máli til að viðhalda og efla góðan starfsanda? Farið er yfir jákvæðar og neikvæðar venjur í hópum og áhrif vinnustaðamenningar. Hver er ábyrgð hvers og eins á vinnustaðnum?

Að mæta framkomu viðskiptavina

 
Hvar eru mörkin dregin?

Uppbyggilegar leiðir til að takast á við krefjandi samskipti eða erfiða hegðun viðskiptavina. Fjallað er um fagmennsku, og hvernig við getum sett mörk í samskiptum á milli vinnu og einkalífs.