Heilsufarsmat 1

 
Lífstílstengdir þættir:
Ráðgjöf hjúkrunarfræðings á heilsueflandi þáttum líkt og matarræði/næringu, svefni og hreyfingu. Fræðsla um þau lykilatriði sem hafa áhrif á vellíðan og andlega líðan okkar í vinnu og daglegu lífi, líkt og álag og streita.
Mælingar         
 • Blóðþrýstingur
 • Blóðsykur
 • Kólesteról
 • Mittismál og þyngd (valkvætt)

Heilsufarsmat 2

 
Lífstílstengdir þættir:
Ráðgjöf hjúkrunarfræðings á heilsueflandi þáttum líkt og matarræði/næringu, svefni og hreyfingu. Fræðsla um þau lykilatriði sem hafa áhrif á vellíðan og andlega líðan okkar í vinnu og daglegu lífi, líkt og álag og streita.
Mælingar         
 • Blóðþrýstingur
 • Blóðsykur
 • Kólesteról
 • Blóðrauði
 • Mittismat og þyngd (valkvætt)

Heilsufarsmat 3

 
Lífstílstengdir þættir:
Ráðgjöf hjúkrunarfræðings á heilsueflandi þáttum líkt og matarræði/næringu, svefni og hreyfingu. Fræðsla um þau lykilatriði sem hafa áhrif á vellíðan og andlega líðan okkar í vinnu og daglegu lífi, líkt og álag og streita.
Mælingar         
 • Blóðþrýstingur
 • Blóðsykur
 • Kólesteról
 • Blóðrauði
 • Hjartalínurit
 • Mittismál og þyngd (valkvætt)

Viðbóta mælingar

 
Við bjóðum einnig upp á nokkrar viðbóta mælingar við hefðbundnu heilsufarsmælingar okkar, en þar má meðal annars nefna:
 • Sjónmælingar
 • Heyrnamælingar
 • Blásturspróf

Andleg líðan

 
Við bjóðum einnig upp á viðbót með áherslu á andlega líðan starfsfólks, en um rafræna könnun er að ræða sem unnin er af sálfræðiteymis Vinnuverndar.
 • Um er að ræða heildræna nálgun í heilsufarsmati þar sem könnuð er andlega heilsu samhliða þeirri líkamlegu. Það gerum við með spurningalista (DASS-42) sem metur streitu-, kvíða- og þunglyndiseinkenni. Með því að skima eftir þessu getum við gripið þá einstaklinga sem eru að glíma við andlega erfiðleika og hjálpað þeim áður en vandinn verður alvarlegur.
Greiningin gefur mikilvægar upplýsingar um stöðu þíns fyrirtækis svo þú getir unnið markvisst að heilbrigðara vinnuumhverfi og fækkað fjarvistum.
Er í boði sem viðbótarþjónusta við heilsufarsmat og sem sjálfstæður þjónustuþáttur.

Þín útfærsla

 
Þú getur raðað saman þeirri þjónustu sem hentar best þínum þörfum og starfsemi.
Hægt er að kynna sér betur þjónustuframboð okkar í flettilistum neðst á síðu, eða með því að hafa samband í gegnum tölvupóst.

Heilsufarsmat 4 - ítarleg heilbrigðisskoðun

 
Um er að ræða yfirgripsmikla skoðun í forvarnarskyni.
Tekin er ítarleg heilsufarssaga og fjölskyldusaga með tilliti til krabbameins og annara sjúkdóma.
Ráðgjöf og fræðsla hjúkrunarfræðings ásamt eftirfarandi mælingum:
 • Blóðþrýstingur og púls.
 • Hjartalínurit, framkvæmt af hjúkrunarfræðingi, yfirfarið af lækni og niðurstöður sendar rafrænt á starfsmann.
Blóðprufa – læknisþjónusta
 • Blóðprufur (blóðprufa hjá Sameind eftir beiðni læknis) læknir fer yfir allar blóðprufuniðurstöður og hjúkrunarfræðingur fer yfir þær með starfsmanni.
Andlega líðan – sálfræðiþjónusta
 • Rafræn skimun sálfræðings á andlegri líðan – einkenni streitu, kvíða og þunglyndis.
 • Sálfræðingur hittir alla starfsmenn í örviðtali sem hafa svarað rafrænni skimun.
Starfsfólk fær allar niðurstöður afhentar að skoðun lokinni.

Heilsufarsmat 5 - ítarleg heilbrigðisskoðun

 
Um er að ræða yfirgripsmikla skoðun í forvarnarskyni.
Tekin er ítarleg heilsufarssaga og fjölskyldusaga með tilliti til krabbameins og annara sjúkdóma.
Í læknisskoðun er ástand metið með tilliti til hjarta- og æðakerfis, taugakerfis, meltingar og þvagfæra, öndunarfæra, sýkinga ofl.
Ráðgjöf og fræðsla hjúkrunarfræðings ásamt mælingum:
 • Blóðþrýstingur og púls
 • Hjartalínurit
 • Sjón- og heyrnarpróf
 • Blásturspróf
 • Þvagstix
Andleg líðan – Sálfræðiviðtal
 • Rafræn skimun sálfræðings á andlegri líðan, einkenni streitu, kvíða og þunglyndis.
 • Rafræn skimun sálfræðings á einkennum burnout
 • Sálfræðiviðtal – örviðtal
Læknisskoðun
 • Blóðprufur
 • Læknisskoðun: stoðkerfi, hjarta, lungu, kviður, útlimir ofl.
 • Hjartalínurit: Læknir fer yfir hjartalínurit
Starfsfólk fær allar niðurstöður afhentar að skoðun lokinni.

Hagnýtar upplýsingar

Ávinningur:

Hár blóðþrýstingur er einn af þremur stærstu áhættuþáttunum fyrir þróun kransæðasjúkdóma í hjarta auk reykinga og hás kólesteróls (blóðfitur). Einkenni háþrýstings eru oft ekki augljós og því margir sem geta verið með of há gildi án þess að vita af því. Þeir sem fá einkenni geta fundið fyrir sjóntruflunum, höfuðverk einkum á morgnana og mæði. Oft er hægt að meðhöndla háþrýsting með lífsstílsbreytingu og/eða lyfjum, og því sérstaklega mikilvægt að vita hvort maður þurfi meðferð til að minnka líkur á kransæðasjúkdómum.

Algengi háþrýstings eykst með hækkandi aldri og aukinni þyngd, og er talið vera milli 30 – 45% hjá einstaklingum eldri en 18 ára. Mælt er með að fylgjast reglulega með eftir 40 ára aldur.

 

Framkvæmd:

Sjálfvirkir mælar eru notaðir í dag, þar sem hulsu er smeygt utan um upphandlegg, hulsan blásin upp og mæling fer fram.

Ávinningur:

Hækkun blóðfitu (kólesteróls) er einn af þremur stærstu áhættuþáttunum fyrir þróun kransæðasjúkdóma í hjarta auk reykinga og hás blóðþrýstings. Engin einkenni fylgja því að vera með hækkaðar blóðfitur og því er sérstaklega mikilvægt að vera meðvituð um eigin stöðu. Oft er hægt að meðhöndla hækkaðar blóðfitur með lífstílsbreytingum og/eða lyfjum. Mælt er með að fylgjast reglulega með eftir 40 ára aldur.

 

Framkvæmd:

Tekinn er einn blóðdropi úr fingri eftir ástungu. Dropinn er greindur á einfaldan og fljótlegan hátt á staðnum.

Ávinningur:

Hækkaður blóðsykur getur verið dæmi um sykursýki 2. Sykursýki 2 er sjúkdómur þar sem sykurmagn eykst í blóði og getur haft skaðleg áhrif á heilsu okkar og lífsgæði. Fylgikvillar sykursýki geta verið áhrif á bæði smáæða og stóræðakerfi líkamans. Ef kvilli er í smáæðum getur það haft áhrif á augnbotna, nýru og úttaugakerfið og valdið blindu, nýrnabilun og verkjum og skyntruflunum í fótum. Ef kvillinn er í stóræðakerfinu hefur það áhrif á kransæðar, heilaæðar og aðrar slagæðar og getur valdið kransæðastílfu, heilablóðfalli og blóðrásartruflunum í fótum.

Einkenni sykursýki geta t.d. verið tíðari þvaglát, þreyta og slappleiki, aukin þorsti. Ekki er hægt að lækka sykursýki en hægt er að stjórna einkennum hans og sem gefur fólki tækifæri að lifað fullkomlega eðlilegu lífi.

 

Framkvæmd:

Tekinn er einn blóðdropi úr fingri eftir ástungu. Dropinn er greindur á einfaldan og fljótlegan hátt á staðnum.

Ávinningur:

Blóðrauði (Hemóglóbín) getur gefið okkur mikilvægar upplýsingar um blóð og járnbúskap einstaklinga. Mæling á blóðrauða er í raun mæling á magni rauðra blóðkorna. Einkenni of lágs blóðrauða geta verið þreyta, svimi, minnkað þol og slappleiki ásamt fleiri einkennum. Ýmsar ástæður geta verið fyrir því að við séum lág í blóðrauða en algengar orsakir er B12 skortur, járnskortur. En eftir 50 ára aldur geta lág gildi blóðrauða einnig bent til hugsanlegra blæðinga t.d. frá ristli sem þarf þá að skoða betur.

 

 

Framkvæmd:

Tekinn er einn blóðdropi úr fingri eftir ástungu. Dropinn er greindur á einfaldan og fljótlegan hátt á staðnum.

Ávinningur:

Lífstílstengdir þættir hafa hvað mest áhrif á almenna líðan og lýðheilsu í nútímasamfélagi. Við getum stjórnað þessum þáttum og aukið eða minnkað líkur á fjölmörgum fylgikvillum sem þeim fylgja.

 

Framkvæmd:

Í þessari þjónustu fara hjúkrunarfræðingar okkar yfir lykilþætti heilbrigðs lífernis og líðan einstaklingsins. Þættir sem farið er sérstaklega í eru andleg líðan, svefn, næring, hreyfing og stoðkerfiseinkenni ásamt áfengis- og níkótín notkun. Einstaklingnum er svo veitt ráðgjöf og fræðsla í samræmi við niðurstöður.

Ávinningur:

Mittismál er ákveðinn mælikvarði á kviðfitu sem er þekktur áhættuþáttur fyrir hjarta- og æðasjúkdóma. Mælingin er gagnleg til að meta almennt holdafar en ekki síst fyrir viðkomandi einstakling til að fylgjast með eigin stöðu. Varast skal að bera sig saman við aðra þegar kemur að þyngd og mittismáli því einstaklingar geta verið misþungir eftir samsetningu vöðva og fitu auk annarra þátta.

 

Framkvæmd:

Ummálsmæling með málbandi, fljótlegt og einfald.

 

Ávinningur:

Hjartalílnurit er hægt að nota til að greina óeðlilegan hjartaslátt af ýmsum orsökum. Línuritið getur gefið vísbendingar um mögulegan kransæðasjúkdóm og sýnt fram á hjartsláttaróreglu sem geta haft alvarlega fylgikvilla.

 

Framkvæmd:

Hjartalínurit er sársaukalaus rannsókn framkvæmd af hjúkrunarfræðingi. Notast er við 12 rása línurit þar sem nemar eru settir á bringu og útlimi einstakling og nema rafboð hjartans. Hjartalæknir Vinnuverndar fer yfir ritið, og verður haft samband við viðkomandi komi eitthvað athugavert fram.

Ávinningur:

Andleg líðan og stoðkerfiseinkenni eru langalgengstu ástæður fjarvista frá vinnu eða þess að fólk missi atvinnugetu til styttri eða lengri tíma. Þessu fylgir gríðarlegur kostnaður fyrir samfélagið og fyrirtæki landsins að ótaldri þeirri skerðingu á lífsgæðum sem viðkomandi einstaklingur þarf að takast á við. Við bjóðum upp á ítarlega greiningu á þessum lykilþáttum á skjótan og einfaldan hátt með sérútbúnum spurningarlistum útfærðum og yfirförnum af sálfræðingum og sjúkraþjálfurum Vinnuverndar. Niðurstöður þessa verkefnis geta gefið þér mikilvægar upplýsingar um stöðu þíns fyrirtækis svo þú getir unnið markvisst að heilbrigðu vinnuumhverfi og fækkað fjarvistum.

Hægt er að útfæra efnistök í samráði við vinnustaði ef sérstaklega er óskað eftir að kanna eingöngu annan þáttinn.

 

Framkvæmd:

Spurningarlistar eru sendir út rafrænt til að auðvelda starfsmönnum að svara á sínum tíma og til að framkvæmdin hafi sem minnst áhrif á starfsemi þína. Niðurstöður berast rafrænt til Vinnuverndar og eru ekki persónugreinanlegar.

 

Fyrir frekari upplýsingar

 

Sími: 578-0800    

[email protected]