Þjónusta

Heilbrigðisskoðun - Mygla og rakaskemmdir í vinnuumhverfi

 

Við sinnum heilbrigðisskoðunum starfsfólks í tengslum við aðstæður sem skapast þegar rakaskemmdir og mygla koma fram á vinnustöðum.

Ferlið byggir á skimun, læknisskoðunum og nauðsynlegum rannsóknum.

Markmið skoðana er að meta hvort einkenni starfsfólks megi rekja til myglu og aðstæðna í vinnuumhverfi. Liður í verkefninu er að leiðbeina starfsfólki þar sem við á í viðeigandi úrræði.

Heilbrigðisskoðanir fyrir þá sem vinna með asbest

 

Í þeim tilvikum sem veitt hefur verið undanþága fyrir vinnu með asbest verður að liggja fyrir mat á heilsufari starfsmanna áður en þeir hefja vinnu við asbest. Vinnuvernd annast þessar skoðanir og heldur skrá um í samræmi við lög og reglur.

Endurnýja þarf skoðun þeirra sem vinna við asbest á þriggja ára fresti.

Sjómannaskoðanir

 

STCW skírteini eru alþjóðleg atvinnuskírteini vegna starfa á farþega og flutningaskipum.

Eingöngu læknar sem hafa viðurkenningu Samgöngustofu geta gefið út læknisvottorð vegna þessara skírteina. Um er að ræða ítarlega lækniskoðun auk heyrnarprófs.

Hjá Vinnuvernd starfa fjórir læknar með slíka viðurkenningu.

Fyrir frekari upplýsingar

 

Sími: 578-0800    

[email protected]