Fyrirmyndarstarfsstöðvar

 
Notum og nýtum

Skrifstofuvinna getur aukið líkur á álagseinkennum eins og vöðvabólgu, höfuðverk og mjóbaksverkjum. Í þessu erindi förum við yfir þau lykilatriði sem við sjálf getum gert til að bæta líðan, á sama tíma og við lærum að stilla vinnuaðstæður á sem ákjósanlegastan hátt.

Hreyfing

 

Farið er yfir jákvæð áhrif hreyfingar og þær áskoranir sem fylgja því að viðhalda hreyfingu. Hvað hefur áhrif á hegðun okkar og val, ásamt raunhæfri markmiðasetningu. Öll hreyfing er betri en engin.

Svefn

 

Farið er yfir áhrif svefns á andlega og líkamlega líðan. Hvað getum við gert til að bæta svefn og hvað eigum við að forðast? Góður svefn er lykill að vellíðan.

Næring

 

Farið er yfir mikilvægi góðrar næringu á heilsu og orkustig. Hvernig getum við haft áhrif á fæðuval og næringu á heilbrigðan hátt?