Fyrirmyndarstarfsstöðvar
Notum og nýtum
Skrifstofuvinna getur aukið líkur á álagseinkennum eins og vöðvabólgu, höfuðverk og mjóbaksverkjum. Í þessu erindi förum við yfir þau lykilatriði sem við sjálf getum gert til að bæta líðan, á sama tíma og við lærum að stilla vinnuaðstæður á sem ákjósanlegastan hátt.
Heimavinna
Nýir tímar meiri kröfur
Það fylgja nýjar áskoranir því að vinna að heiman þar sem aðstaðan er sjaldnast eins góð og á vinnustað. Hér förum við yfir þau atriði sem við getum gert sjálf til að bæta líðan ásamt því hvernig við getum aðlagað aðstæður sem best til að minnka líkamlegt álag.
Mín leið við streitu
Gagnlegar leiðir
Fjallað er um streitu og skoðaðar jákvæðar og neikvæðar hliðar streituviðbragðsins á andlega líðan. Horft er til einkenna og afleiðinga og hvernig einstaklingurinn og vinnustaðurinn geta tekist á við streitu í sameiningu.
Sóttvarnarfræðsla
Hrein handtök
Fræðsluerindi um mikilvægi góðra sóttvarna. Hvernig getum við varið okkur sjálf og á sama tíma viðskiptavini okkar og starfsemi.
Skyndihjálp
Endurlífgun
Við bjóðum upp á styttri námskeið með sérstaka áherslu á verklega endurlífgun. Þetta námskeið er tilvalið fyrir þá sem lokið hafa 2 klst námskeiði í skyndihjálp. Verklegt öryggi getur bjargað.
Jákvæð samskipti
Á þínum vinnustað
Fjallað er um mikilvægi jákvæðra samskipta á vinnustað. Ólík tjáningarform og samskiptavanda sem upp geta komið. Áhersla er lögð á jákvæðar aðferðir í samskiptum og áhrif þeirra á starfsanda á þínum vinnustað.
Hreyfing
Farið er yfir jákvæð áhrif hreyfingar og þær áskoranir sem fylgja því að viðhalda hreyfingu. Hvað hefur áhrif á hegðun okkar og val, ásamt raunhæfri markmiðasetningu. Öll hreyfing er betri en engin.
Svefn
Farið er yfir áhrif svefns á andlega og líkamlega líðan. Hvað getum við gert til að bæta svefn og hvað eigum við að forðast? Góður svefn er lykill að vellíðan.
Næring
Farið er yfir mikilvægi góðrar næringu á heilsu og orkustig. Hvernig getum við haft áhrif á fæðuval og næringu á heilbrigðan hátt?