Heilbrigðisskírteini

Class 1 - Atvinnu- og þyrluflugmenn

 
ATPL og CPL

Allir atvinnuflugmenn þurfa að hafa gilt Class 1 skírteini við vinnu. Þetta skírteini er með stífustu heilsufarskröfurnar. Sá sem er með Class 1 heilbrigðisvottorð skal vera andlega og líkamlega heilbrigður til að starfa sem atvinnuflugmaður.

Class 2 - Einkaflugmenn

 
PPL

Þeir sem vilja fljúga sem einkaflugmenn þurfa að hafa gilt Class 2 skírteini. Sá sem er með Class 2 heilbrigðisvottorð skal vera andlega og líkamlega heilbrigður til að fljúga sem einkaflugmaður. Einnig þurfa flugnemar að hafa gilda Class 2 skoðun til að fljúga sólóflug.

Class 3 - Flugumferðastjórar

 
ATC

Flugumferðastjórar þurfa að hafa gilt Class 3 vottorð til að mega starfa. Class 3 skoðun er sambærileg þeirri sem framkvæmd er í Class 1 enda gerðar sömu kröfur til andlegs og líkamlegs heilbrigðis.

 

Flugfreyjur/þjónar

 
Cabin crew

Heilbrigðisskoðanir fyrir þá sem starfa í farþegarýmum flugvéla. Flugfreyjur/þjónar skulu vera andlega og líkamlega heilbrigð til að starfa um borð í flugvélum.

 • Mikilvægt er að hafa með sér gild persónuskilríki – Vegabréf / Ökuskírteini.
 • Síðasta heilbrigðisvottorð – Þar kemur fram hvenær síðustu rannsóknir voru gerðar auk gildistíma og hvort einhverjar takmarkanir séu til staðar.
 • Upplýsingar um heiti og skammta ef viðkomandi tekur lyf.
 • Gleraugu eða linsur sem viðkomandi notar. Gera þarf sjónmælingu hjá þeim sem nota gleraugu eða linsur að staðaldri. Framkvæmt hjá okkur í Vinnuvernd.
 • Heiti á heilbrigðisstofnun og lækni ef viðkomandi hefur verið til meðferðar frá síðustu skoðun.

Heilbrigðisskoðun er ítarleg skoðun sem framkvæmd er af fluglækni og hjúkrunarfræðingi. Hvaða rannsóknir eru gerðar fer eftir tegund heilbrigðisskírteinis auk aldurs viðkomandi. Einnig getur þurft að framkvæma fleiri sérhæfðar rannsóknir ef læknir telur ástæðu til.

 

Hér er yfirlit yfir þau atriði sem eru skoðuð en mismunandi kröfur geta verið milli einstakra þátta í heilbrigðisskoðunum Class 1, 2 og 3 .

 • Almenn heilsufarssaga.
 • Sjón (fjarsýni, nærsýni, linsur, augnaðgerðir, litblinda, augnvirkni).
 • Líkamleg skoðun (lungu, hjarta, blóðþrýstingur, kviður, útlimir og taugakerfi).
 • Heyrnarmæling.
 • Hjartalínurit (EKG).
 • Lungnastarfsemi (Spirometria).
 • Hemoglobin.
 • Kólesteról.
 • Þvagsýni.

 • Þeir sem hefja flugnám verða að vera með Class 2 heilbrigðisvottorð áður en farið er í fyrsta einliðaflugið (sólóflugið).
 • Mælt er með að allir sem hafa hug á áframhaldandi námi verði sér út um heilbrigðisvottorð áður en haldið er áfram í námi með tilheyrandi kostnaði.
 • Flugnemar skulu ávallt hafa heilbrigðisvottorð með sér, en heilbrigðisvottorð er hluti af skírteinum flugmanna. Án þess má flugmaður ekki fljúga.

Þú getur komið í endurnýjun á heilbrigðisvottorði allt að 45 dögum áður en núverandi skírteini rennur út án þess að gildistími þess breytist.

 

Class 1 – Atvinnuflugmenn
 • Gildir í 12 mánuði fyrir atvinnuflugmenn í einstjórnarloftförum til 40 ára aldurs, eftir það til 6 mánaða.
 • Gildir í 12 mánuði fyrir atvinnuflugmenn í fjölstjórnarloftförum til 60 ára aldurs, eftir það til 6 mánaða.

 

Class 2 – Einkaflugmenn
 • Gildir í 60 mánuði til 40 ára aldurs.
 • Gildir í 24 mánuði milli 40 – 50 ára aldurs.
 • Gildir í 12 mánuði fyrir 50 + aldur.

 

Class 3 – Flugumferðarstjórar
 • Gildir í 24 mánuði til 40 ára aldurs.
 • Gildir í 12 mánuði  fyrir 40 + aldur.

 

Flugfreyjur/þjónar
  • Gildir í 60 mánuði (5 ár) óháð aldri.

Fyrir frekari upplýsingar

 

Sími: 578-0800    

[email protected]