Fjarvistasamtöl

Fyrirtæki sem velja að vera í þjónustu með fjarvistaskráningar hafa val á að bæta við aukinni þjónustu í formi fjarvistasamtala. Er ferlið með þeim hætti að hjúrkunarfræðingur okkar greinir niðurstöður Bradford stuðuls viðkomandi fyrirtækis á 3 mánaða fresti. Er veikindatíðni og mynstur flokkað í þrjá flokka:

  • Grænn – eðlilegt
  • Gulur – til skoðunar
  • Rauður – hátt eða óvenjulegt veikindamynstur

Þeir einstaklingar sem koma út með hátt eða óvenjulegt veikindamynstur eru settir í sérstakan eftirfylgnishóp og eftirfarandi aðgerðaráætlun virkjuð;

  • Fylgst er sérstaklega með veikindatilkynningum og ástæðum veikinda.
  • Stjórnendur eru upplýstir um veikindatíðni starfsfólks og velja hverja skal senda í viðtal.
  • Einstaklingar sem boðaðir eru í viðtal fá sendan spurningalisti tengdum líkamlegri og andlegri heilsu sem hann svarar og í framhaldi mætir hann í fjarvistaviðtal hjá hjúkrunarfræðingi/sálfræðingi.

Fjarvistasamtöl fara yfirleitt fram í húsakynnum Vinnuverndar en ef fyrirtæki óska eftir því að þau fari fram hjá vinnuveitanda er hægt að verða við því.

Hafa samband

Fyrir frekari upplýsingar

 

Sími: 578-0800    

[email protected]