Þjónusta
Inflúensubólusetningar
Við bjóðum upp á inflúensubóluetningar á þínum vinnustað. Hjúkrunarfræðingar koma til ykkar og tryggja með því lágmarksröskun á þinni starfsemi.
Árlegar bólusetningar vernda bæði starfsmanninn og hag þíns fyrirtækis.
Atvinnutengdar bólusetningar
Mörgum störfum fylgir áhætta sem krefst þess að starfsmenn séu bólusettir til að fyrirbyggja sjúkdóma. Við sinnum bólusetningum og ráðgjöf vegna atvinnutengdra áhættuþátta starfsmanna.
Hjá okkur starfar sérfræðingur í atvinnutengdum sjúkdómum.
Ferðatengdar bólusetningar
Vinnutengd ferðalög geta kallað á sértækar bólusetningar. Mörg svæði flokkast sem áhættusvæði og er mikilvægt að fá viðeigandi ráðgjöf og bólusetningar til að tryggja öryggi starfsmanna sem þurfa að ferðast vegna vinnu sinnar.