Atvinnuteymi Vinnuverndar

Hjúkrunarfræðingur

 
Almennt heilsufar

Til að vinna markvisst að góðri heilsu er mikilvægt að hafa góða mynd af líkamlegu ástandi. Starfsmaður fer í gegnum viðtal og mælingar þar sem metið er hvaða íhlutun henti best.

Áhersla er lögð á heildstætt heilsufarsmat þar sem farið er yfir svefn og næringu einstaklinga og unnið að lausnum í samstarfi við starfsmann.

Sjúkraþjálfari

 
Stoðkerfiseinkenni

Sérstök áhersla er lögð á að skoða og greina þau einkenni sem geta haft hamlandi áhrif á atvinnuþátttöku og/eða minnkað lífsgæði.

Við veitum þínum starfsmanni fræðslu um hreyfingu og æfingaval auk þess að fylgja eftir og styðja ef þörf er á frekari úrræðum.

Sálfræðingur

 
Andleg líðan

Góð andleg líðan er lykilþáttur í því að tryggja atvinnuþátttöku starfsmanns. Við önnumst greiningu og mat á andlegri líðan ásamt því að vinna að persónubundinni markmiðasetningu til að auka möguleika til atvinnuþátttöku.

Flest vandamál snerta okkar andlegu líðan.

 

 

Hvað þarf ég að vita um Aðstoð til Atvinnugetu?

Aðstoð til Atvinnugetu er úrræði fyrir alla þá sem sem eru í hættu á að missa atvinnugetu vegna veikinda/einkenna til styttri eða lengri tíma.

Þetta úrræði miðar að því að greina og koma einstaklingum í réttan farveg til betri heilsu sama hvort um er að ræða stoðkerfiseinkenni, andlega líðan eða önnur einkenni sem hafa áhrif á getu til starfs og þátttöku í daglegu lífi.

Þarfir starfsmanna og fyrirtækja eru margvíslegar þar sem atvinnulífið er allskonar. Við höfum starfað með fjölbreyttri flóru fyrirtækja allt frá stóriðju, yfir í landbúnað og menntastofnanir. Í þessu samstarfi höfum við fundið þörf á frekari úrræðum fyrir stjórnendur og mannauðsteymi til að aðstoða sitt starfsfólk. Við höfum fundið að helst vanti snemmbær úrræði sem geta aðstoðað starfsmanninn áður en vandamál verða svo alvarleg að þeir detti varanlega af vinnumarkaði og missi atvinnugetu að hluta eða öllu leyti.

Því höfum við ákveðið að bjóða upp á úrræði sem aðstoðar þinn starfsmann á þverfaglegan hátt og gefa um leið fyrirtækjum og stofnunum verkfæri til að gera vel við sitt fólk og sína starfsemi, og á sama tíma að minnka óvissu í starfsmannamálum.

Þrep 1.

Stjórnandi eða starfsmaður í samvinnu við yfirmann hafa samband við Atvinnuteymi Vinnuverndar, í gegnum tölvupóst [email protected] eða í síma 578 0800.

 

Þrep 2.

Undirbúningur fyrir úrræði er þannig að starfsmaður fyllir út stuttan spurningalista þar sem tilgreindar eru helstu ástæður þess að hætta er á minnkaðri atvinnugetu eða ástæður þess að viðkomandi er nú þegar af vinnumarkaði eða í skertu starfshlutfalli. Atvinnuteymi Vinnuverndar fer yfir niðurstöður fyrir fyrstu heimsókn.

 

Þrep 3.

Starfsmaður mætir í viðtal og skoðun hjá teyminu sem skipað er af sjúkraþjálfara, sálfræðing og hjúkrunarfræðing.

 

Þrep 4.

Að skoðun og greiningu lokinni er gerð endurhæfingaráætlun og skýrsla með starfsmanni.

 

Þrep 5.

Ef ástæða er til, veitir atvinnuteymi Vinnuverndar eftirfylgd og meðferðarúrræði.

 

Þrep 6.

Ef talið er að starfsmaður þurfi frekari aðkomu annarra sérfræðinga aðstoðar teymið hann að komast í réttan farveg.

Ávinningur fyrir einstaklinginn
  • Einstaklingurinn fær þverfaglega aðstoð snemma í ferlinu til að aðstoða hann við að halda atvinnugetu og bæta líðan.
  • Þjónustan er veitt á sama tíma sama stað.
  • Minni óvissa á erfiðum tímum. Óvissa getur verið mjög hamlandi og ýtt undir það að vandamál verði stærri og erfiðari viðureignar til lengri tíma.

 

Ávinningur fyrir fyrirtækið
  • Fá samræmd verkfæri til að aðstoða starfsmenn á erfiðum tímum. Þar sem starfsmaðurinn þarf ekki að sækja þjónustu á mörgum stöðum á mismunandi tímum.
  • Færri veikindadagar, færri langtímafjarvistir og minni kostnaður.
  • Minni óvissa í starfsmannamálum.

 

Ávinningur fyrir samfélagið
  • Það er þjóðhagslega hagkvæmt að fækka fjarvistum og langtíma veikindum.
  • Fjölbreyttari úrræði fyrir allskonar atvinnulíf.

Gunnlaugur Már Briem, sjúkraþjálfari – [email protected]

Jakob Gunnlaugsson, sálfræðingur – [email protected]

Vinnuvernd – [email protected]

 

 

Fyrir frekari upplýsingar

 

Sími: 578-0800    

[email protected]