
Starfslokanámskeið – 2021
Námskeiðið „Nýtt líf – eftir starfslok“ er hannað til að aðstoða fólk við að undirbúa sig og njóta þeirra breytinga sem verða eftir að það lýkur störfum.
Á þessu námskeiði verður fjallað um allar helstu breytingar sem hafa þarf í huga við starfslok á gagnlegan og skýran hátt.
- Lífeyrismál
- Réttindi og skerðingar hjá Tryggingastofnun Ríkisins
- Eignastýringu og séreignasparnað
- Húsnæðismál
- Endurskipulagningu fjármála
- Erfðamál og hjúkskaparstöðu
- Áhrif hreyfingar og næringar á heilsufar
- Tómstundir, félagslíf og áhugamál
- Dvöl/búsetu í útlöndum
- Áhrífaríka markmiðasetningu til að tryggja árangur
Námskeiðið verður kennt sem staðnámskeið á höfuðborgarsvæðinu og er efninu skipt niður á þrjá námskeiðsdaga.
Umsjónarmaður námskeiðsins er Sigþrúður Guðmundsdóttir, sem er fyrrum mannauðsstjóri á eftirlaunum með mikla reynslu af að aðstoða fólk við starfslok.
Verð fyrir hvern þátttakanda er kr. 39.000 –
Skráning með tölvupósti á [email protected]
Þriðjudagur 19. október kl. 13:00 – 16:00 (námskeiðsdagur 1)
Þriðjudagur 26. október kl 13:00 – 16:00 (námskeiðsdagur 2)
Þriðjudagur 2.nóvember kl 13:00 – 16:00 (námskeiðsdagur 3)