Skyndihjálparnámskeið

Skyndihjálparnámskeið

  • 02.02.2021

Við bjóðum upp á skyndihjálparnámskeið fyrir allar gerðir vinnustaða.

Hjúkrunarfræðingar okkar hafa mikla reynslu af því að koma til móts við ólíkar þarfir eftir starfsemi og bjóðum við því upp sérsniðin efnistök eftir þeim áskorunum og hættum sem hver vinnustaður getur þurft að takast á við. Dæmi um sérstakar áskoranir gætu verið sérstök áhætta á brunaslysum, klemmuslysum eða vegna notkunar hættulegra efna.

Annað sem við viljum vekja sérstaka athygli á er ANDLEG SKYNDIHJÁLP sem er hluti af námskeiðinu Skyndihjálp + , þar er farið sérstaklega yfir andleg viðbrögð við slysum og bráðum veikindum.

Við bjóðum þeim vinnustöðum sem bóka Grunnnámskeið eða Skyndihjálp + sérstök kjör á námskeiðinu Endurlífgun  sem eru upplagt til að viðhalda verklegri færni starfsmanna og öryggi í erfiðum aðstæðum.

Frekari upplýsingar er hægt að sjá á mynd hér að neðan og á fræðsluhluta heimasíðu okkar vinnuvernd.is

 

Deila grein