Sálfræðiteymi Vinnuverndar

Sálfræðiteymi Vinnuverndar

  • 18.10.2021

Hugum að andlegri heilsu

Góð líðan og jákvæður starfsandi eru mikilvægir þættir í því að skapa eftirsóknarverðan vinnustað.

Sálfræðiteymi Vinnuverndar hefur vaxið með aukinni eftirspurn og býður upp á fjölbreytta þjónustu á sviði andlegra og félagslegra þátta fyrir vinnustaði.

Við erum ótrúlega ánægð að geta boðið nýja sérfræðinga velkomna í sálfræðiteymið okkar.

Þær Guðrún Rakel Eiríksdóttir og Áslaug Kristinsdóttir hafa hafið störf hjá Vinnuvernd. Áslaug er sérhæfð í sáttamiðlun á vinnustöðum og Guðrún Rakel er sérhæfð í meðhöndlun kulnunar.

Við leggjum lykiláherslu á hraða og góða þjónustu því stuttur biðtími getur breytt miklu fyrir þig og þína starfsemi.

Deila grein