Vinnuvernd býður upp á mikið úrval fræðslufyrirlestra og námskeiða. Við höfum sérhæft okkur í heilsutengdri fræðslu og öryggi með þarfir fjölbreyttra fyrirtækja í huga. Boðið er upp á stutt fræðsluerindi tilvalin fyrir starfsmanna- og hádegisfundi sem og lengri og ítarlegri námskeið útfærð í samstarfi við þig og þínar þarfir.
Nýir tímar kalla á nýjar lausnir og því bjóðum við mörg fræðsluerinda okkar bæði sem fjarerindi og sem erindi flutt á ykkar vinnustað.
Góð fræðsla er grunnur að farsælu starfi á sviði vinnuverndarmála.