Kulnun Stjórnendanámskeið

Kulnun Stjórnendanámskeið

  • 31.01.2022

Andleg líðan er ein algengasta ástæða fjarvista frá vinnu og þess að fólk missi atvinnugetu til lengri tíma.

Við höfum hafið ný námskeið um kulnun. Námskeiðin eru sérmiðuð fyrir stjórnendur og mannauðssvið fyrirtækja og ætlað að dýpka þekkingu og styrkja stjórnendur í réttum viðbrögðum með hag bæði starfsmanns og fyrirtækis að leiðarljósi.

Hjá okkur starfa reynslumiklir sálfræðingar með sérþekkingu á sviði kulnunar og vinnustaðasálfræði sem leiða verkefnið í samráði við vinnustaði.

Þátttaka stjórnenda er lykilþáttur til framþróunar og því leggjum við mikið upp úr umræðum út frá starfsumhverfi og menningu á hverjum vinnustað fyrir sig. Þessi námskeið eru útfærð fyrir stök fyrirtæki og stjórnendur þeirra.

Skipulagt vinnuverndarstarf hjálpar til við að fækka fjarvistum, auka afköst og bæta líðan.

Fyrir frekari upplýsingar eða tímabókanir : [email protected] / 578-0800

Tími : 120 mínutur

Sérfræðingar aðstoða stjórnendur að:

  • Þekkja einkenni kulnunar
  • Kortleggja vandamálin
  • Tímasetja inngrip
  • Þekkja möguleg bjargráð
  • Hagnýt ráð og umræður

Deila grein