Viðbragðsáætlanir

 

Við veitum ráðgjöf og aðstoð við við gerð viðbragðsáætlunar vegna eineltis, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustað.

Samskiptasáttmáli

 

Við bjóðum upp á fræðsluerindi er lúta að samskiptum og menningu á vinnustað ásamt aðstoð við gerð og innleiðingar samskiptasmáttmála fyrir vinnustaða í formi vinnustofu.

Sáttarmiðlun

 

Við bjóðum upp á sáttamiðlun fyrir vinnustaði vegna ágreinings/ósættis milli tveggja eða fleiri aðila. Sáttamiðlun er aðferð þar sem óháður og hlutlaus sérfræðingur aðstoðar aðila sem eiga í deilum við að finna lausn á vanda sínum, sem báðir eru sáttir við. Sáttamiðlun fer fram í trúnaði og taka allir þátt sjálfviljugir.

Kulnun í starfi

 

Við veitum jafnt ráðgjöf og fræðslu til stjórnenda sem og einstaklingsmiðaða þjónustu i formi viðtala og fræðslu til minni hópa. Einkenni kulnunar geta m.a. verið orkuleysi, örmögnun, skerðing á hugrænni getu, minni afköst og andleg fjarvera.

Stuðningur við áföllum – sálræn skyndihjálp

 

Við veitum aðstoð við einstaklinga sem upplifað hafa áfall eða alvarlega atburði til að ná fyrra jafnvægi. Viðbrögð fólks eru einstaklingsbundin og því bregðast ekki allir eins við sama atburði. Það er í þessum aðstæðum sem einstaklingur getur þurft á sálrænum stuðningi að halda.