Sálfræðiþjónusta

Góð líðan og jákvæður starfsandi eru mikilvægir þættir í því að skapa eftirsóknarverðan vinnustað.

Sálfræðiteymi Vinnuverndar býður upp á fjölbreytta þjónustu á sviði sálfélagslegra þátta fyrir vinnustaði í formi, samtalsmeðferða, ýmiskonar ráðgjafastarfa og fræðslu.

Notast er við gagnreyndar og viðurkenndar aðferðir í allri meðferð.

Hjá okkur starfa sálfræðingar með fjölbreytta reynslu ekki síst ef horft er til ráðgjafar til vinnustaða. Sérstök áhersla er á að biðtími sé í algeru lágmarki.

Mögulegar ástæður þess að æskilegt sé að leita aðstoðar geta verið t.d. streita, kulnun í starfi, kvíði, þunglyndi, einelti, til að byggja upp sjálfstraust eða vegna annarra erfiðleika.

Við leggjum áherslu á að mæta þörfum hvers og eins til að auka vellíðan í daglegu lífi og á vinnustað.

Við bjóðum einnig upp á þessa þjónustu í gegnum Kara Connect sem er örugg og viðurkennd leið í veitingu heilbrigðisþjónustu í formi fjarviðtala.

Ef þú hefur áhuga á að fá frekari upplýsingar um þjónustu okkar hvetjum við þig til að sendu okkur beiðni um ráðgjafaviðtal.