Þau atriði sem gott er að vita til að njóta lífsins eftir starfslok. Farið er yfir fjölbreytt málefni sem mikilvægt er að huga að við þessi tímamóti í lífi hvers einstaklings og hvernig við getum á áhrifaríkan hátt sett okkur markmið til að tryggja árangur.
Þetta námskeið er hannað til að aðstoða fólk við að undirbúa sig og njóta þeirra breytinga sem verða eftir að það lýkur störfum.
Á þessu námskeiði verður fjallað um allar helstu breytingar sem hafa þarf í huga við starfslok á gagnlegan og skýran hátt.
Námskeiðinu er skipt niður á þrjá daga frá kl. 8:30-12:00. Umsjónarmaður námskeiðsins er Sigþrúður Guðmundsdóttir, sem er fyrrum mannauðsstjóri á eftirlaunum með mikla reynslu af að aðstoða fólk við starfslok.
Hafa samband