Grunnnámskeið í skyndihjálp 

 

Námskeiðið byggist upp á fjórum grunnskrefum skyndihjálpar ásamt því að farið er yfir slys og bráð veikindi. Farið er yfir mikilvægi þess að fyrstu viðbrögð séu unnin, eftir réttri röð og hvert skref fyrir sig sé framkvæmt af þekkingu. Farið er yfir verklega grunnendurlífgun, hjartahnoð ásamt notkun sjálfvirkra hjartastuðtækja.

Lengd námskeiðs – 2 klst

Áætlaður fjöldi á námskeiði – 15 einstaklingar

Grunnnámskeið ásamt sálrænni skyndihjálp

 

Ítarlegt námskeið þar sem farið er yfir efni grunnámskeiðs, að viðbættri sálrænni skyndihjálp með sérstakri áherslu á viðbrögð við slysum og bráðum veikindum. Farið er yfir verklega grunnendurlífgun, hjartahnoð ásamt notkun sjálfvirkra hjartastuðtækja.

Lengd námskeiðs – 3 klst

Áætlaður fjöldi á námskeiði – 15 einstaklingar