Fyrirmyndar starfsstöðvar
Skrifstofuvinna getur aukið líkur á álagseinkennum eins og vöðvabólgu, höfuðverk og mjóbaksverkjum. Í þessu erindi förum við yfir þau lykilatriði sem við sjálf getum gert til að bæta líðan, á sama tíma og við lærum að stilla vinnuaðstæður á sem ákjósanlegastan hátt.
Námskeiðið er hugsað fyrir starfsfólk sem vinnur skrifstofuvinnu
Lengd erindis er 30-60 mín
Rétt líkamsbeiting við líkamlega vinnu
Stoðkerfiseinkenni eru ein helsta ástæða fjarvista frá vinnu. Farið er yfir rétta líkamsbeitingu með áherslu á þekkingu starfsfólks á aðferðum til að létta líkamlegt álag. Stuðla að jákvæðri menningu um gott verklag og notkun léttitækja. Við sérsníðum námskeið að þinni starfsemi.
Námskeiðið er hugsað fyrir starfsfólk sem vinnur líkamlega erfiða vinnu.
Lengd erindis 30 – 60 mín
Meira öryggi og minni áhætta
Fjallað er um hvað umhverfis- og öryggismál skipta fyrir hvern vinnustað. Efnistök þessa fyrirlestrar eru fjölþætt og er m.a. farið yfir áhættuhegðun, vinnuumhverfisþætti, öryggisbúnað, stoðkerfisálag og sálfélagslega þætti, eftir þínum áherslum. Áhersla á jákvæða vinnuverndarmenningu.
Lengd erindis 30 -60 mín