Andlegt heilbrigði

 

Hér er lögð áhersla á fjóra ólíka þætti sem stuðla að andlegu heilbrigði. Farið er yfir áhrif svefns á andlega líðan og gagnleg ráð við svefnerfiðleikum, áhrif hreyfingar á andlega líðan og hvernig félagsleg samskipti og áhugamál hafa áhrif á vellíðan. Hvað getum við gert til að hlúa að okkur sjálfum og bæta lífsgæði okkar enn frekar?

Lengd erindis – 50 mín

Hámarkaðu þína heilsu

 

Um er að ræða fræðsluerindi þar sem farið er yfir þrjá grundvallarþætti almennrar heilsu, svefn, næringu og hreyfingu. Farið er yfir hvernig við getum hámarkað vellíðan okkar í lífi og starfi með því að gæta þess að hlúa að þessum þáttum í daglegu lífi.

Lengd erindis – 50 mín

Svefn

 

Farið er yfir áhrif svefns á andlega og líkamlega líðan. Hvað getum við gert til að bæta svefn og hvað eigum við að forðast? Góður svefn er lykill að vellíðan.

Lengd erindis – 30 mín

Hreyfing

 

Farið er yfir jákvæð áhrif hreyfingar og þær áskoranir sem fylgja því að viðhalda hreyfingu. Hvað hefur áhrif á hegðun okkar og val, ásamt raunhæfri markmiðasetningu. Öll hreyfing er betri en engin.

Lengd erindis – 30 mín