Jákvæð samskipti
Fjallað er um mikilvægi jákvæðra samskipta á vinnustað og ólíkar leiðir til þess að takast á við samskiptavanda. Hér er lögð áhersla á samskipti á milli samstarfsfélaga og við yfirmenn, og hvaða áhrif samskipti hafa á starfsanda og vinnustaðamenningu.
Lengd erindis 50 mín
Að mæta erfiðri hegðun - hvar eru mörkin dregin?
Fjallað er um uppbyggilegar leiðir til að takast á við krefjandi samskipti eða erfiða hegðun viðskiptavina. Fjallað er um fagmennsku, að setja mörk í samskiptum og skil á milli
vinnu og einkalífs.
Lengd erindis 50 mín
Einelti, kynferisleg- og kynbundin áreitni, ofbeldi
Hver er ramminn í hegðun á vinnustað? Fjallað er um skilgreiningar, birtingamyndir, afleiðingar og viðbrögð starfsmanna og stjórnenda. Rætt er um áhrif menningar vinnustaðarins á hegðun starfsmanna og leiðir til úrbóta.
Lengd erindis 50 mín
Mín leið við streitu
Við höfum öll upplifað streitu enda er það eðlilegt viðbragð líkamans þegar við erum undir álagi. En ef við erum undir stöðugu álagi og streitan verður langvarandi gæti það orðið að vandamáli. Hér fjöllum við um jákvæðar og neikvæðar hliðar streituviðbragðsins, förum í orsakir, einkenni og afleiðingar streitu. Að lokum er farið yfir hvernig við getum tekist á við streitu, bæði sem einstaklingar og sem starfshópur.
Lengd erindis 50 mín
Kulnun í starfi
Við veitum jafnt ráðgjöf og fræðslu til stjórnenda sem og einstaklingsmiðaða þjónustu i formi viðtala og fræðslu til minni hópa. Einkenni kulnunar geta m.a. verið orkuleysi, örmögnun, skerðing á hugrænni getu, minni afköst og andleg fjarvera.
Lengd erindis 2 klst