Fyrirtæki
Hjá Vinnuvernd starfar hópur fagaðila og sérfræðinga sem hafa sérhæft sig í þjónustu við atvinnulífið og einstaklinga:
- fagsvið lækna- og hjúkrunarfræðinga
- fagsvið sálfræðinga
- fagsvið varðandi vinnuumhverfi og líkamsbeitingu
Við vinnum að fjölbreyttum verkefnum sem öll hafa það sameiginlega markmið að veita faglega þjónustu til viðskiptavina okkar. Við sérhæfum okkur í þjónustu fyrir fyrirtæki og stofnanir á sviði öryggis og heilsuverndarmála. Markmið okkar er að þjónustan stuðli að auknum árangri, öryggi og vellíðan starfsmanna í vinnu og daglegu lífi.
Atvinnulífið er allskonar og því reynum við að mæta þínum þörfum og þinni starfsemi.