Samstarfsverkefni Vinnuverndar og Sameindar
Það hefur færst mjög í vöxta að almenningur vilji fylgjast með ástandi eigin heilsu. Það er bæði jákvætt fyrir hvern og einn einstakling sem og samfélagið allt. Ábyrgð á eigin heilsu getur skilað sér í bættum lífsgæðum og snemmbærum inngripum.
Til að svara þeirri miklu eftirspurn almennings sem hugar betur að eigin heilsu hafa Vinnuvernd og Sameind tekið höndum saman við bjóða vandaða þjónustu í forvarnarskyni.
Sameind er leiðandandi fyrirtæki við blóðrannsóknir hér á landi sem hefur um langt árabil byggt um eina öflugustu rannsóknarstofu landsins.
Vinnuvernd hefur um langt skeið veitt atvinnulífinu sem og einstaklingum þjónustu í tengslum við heilbrigði og vellíðan.
Um er að ræða blóðprufur sem eru teknar og rannsakaðar hjá Sameind og í öllum tilvikum eru það sérfræðilæknar Vinnuverndar sem lesa úr blóðprufum og teymi heilbrigðisstarfsfólks Vinnuverndar sem upplýsir einstakling, veitir ráðgjöf og fylgir málum eftir.
Hvernig gengur þetta fyrir sig?
Þú bókar ástandsskoðun í gegnum þjónustuhnapp sem er að finna hér á síðunni. Beiðni berst Vinnuvernd sem sendir þér nánari upplýsinga um næstu skref og greiðslu.
Þegar greiðsla hefur verið innt af hendi er gengið er frá blóðprufubeiðni og þú mætir í blóðtöku á einni af starfsstöðvum Sameindar.
Í framhaldi að niðurstöðu blóðprufunna liggja fyrir færðu færðu boð um tíma hjá Vinnuvernd þar heilbrigðisstarfsmaður fer yfir yfir niðurstöður. Við mælum blóðþrýstinginn og tökum heilbrigðissamtalið með þér og ráðleggjum um næstu skref.
Hér fyrir neðan er að finna nánari upplýsingar um þjónustuleiðir í boði.
Bóka ástandsskoðun