
Fluglæknasetur hjá Vinnuvernd
Nýlega viðurkendi Samgöngustofa starfsemi Vinnuverndar á sviði fluglækninga sem fluglæknasetur (Aero-medical center).
Sú viðurkenning hefur m.a. það í för með sér að fyrirtækið getur nú sinnt öllum heilbrigðisskoðunum flugfólks m.a. hjá nýliðum sem fara í sína fyrstu heilbrigðisskoðun.
Vinnuvernd ehf. hefur frá upphafi árs 2015 sinnt heilbrigðisskoðunum flugfólks og starfa nú fjórir fluglæknar á vegum Vinnuverndar.
Strangar reglur gilda um þjálfun og störf fluglækna en hér á landi er það Samgöngustofa sem hefur eftirlit með starfsemi þeirra.
Fluglæknar Vinnuverndar hafa sótt námskeið erlendis og undirgengist próf til þess að afla sér réttinda sem fluglæknar auk þess sem Vinnuvernd hefur staðist þær gæðakröfur sem gerðar eru til starfseminnar.
”Þetta er sérstaklega ánægjulegt skref fyrir okkur hjá Vinnuvernd en ekki síður fyrir fluggeirann á Íslandi. Við munum áfram sinna vandaðri og áreiðanlegri þjónustu við flugfólkið og þetta er í sjálfu sér eðlilegt skref í að efla starfsemina” segir Atli Einarsson, fluglæknir sem leitt hefur uppbyggingu Vinnuverndar í tengslum við flugið.
Aðsetur Vinnuverndar er í Holtasmára 1 í Kópavogi og tímapantanir í síma 578 0800 og í gegnum netfangið [email protected]