Aðstoð til Atvinnugetu

Aðstoð til Atvinnugetu

  • 14.01.2021

Aðstoð til Atvinnugetu er úrræði fyrir þá sem eru í hættu á að geta ekki sinnt starfi sínu vegna veikinda til styttri eða lengri tíma.

Þetta úrræði miðast við að greina og koma einstaklingum í réttan farveg til betri heilsu sama hvort um er að ræða stoðkerfiseinkenni, andlega líðan eða önnur einkenni sem hafa áhrif á getu til starfs og þátttöku í daglegu lífi.

Unnið er út frá þverfaglegri nálgun þar sem einstaklingur fær skoðun sálfræðings, sjúkraþjálfara og hjúkrunarfræðings eða læknis sem mynda heilbrigðisteymi Vinnuverndar.

Áhersla er lögð á hraða og góða þjónustu þar sem einstaklingur hittir teymi Vinnuverndar í einni heimsókn, þetta er gert til að lágmarka óvissu og tryggja að tekið sé á öllum þáttum heilsu og vellíðunar á sama tíma, á sama stað.

Aðstoð til Atvinnugetu er ekki langtíma meðferðarúrræði heldur öflugt tæki til greiningar og fræðslu til að bæta og viðhalda atvinnugetu einstaklinga.

Fyrir nánari upplýsingar sendið okkur línu á [email protected]

 

Deila grein